Kerhraunarar – tökum höndum saman og mætum! – Hittumst við endann á beina kaflanum kl. 13:00
Enn er komið að þessum skemmtilega degi okkar Kerhraunara, G&T deginum sem allir geta verið sammála um að afrakstur fyrri ára sé orðinn mjög sýnilegur og svæðinu okkar til mikillar prýði.
Kerhraunarar hafa í gegnum árin á þessum degi hist, puðar pínu og slappað svo af í lokin með pylsuáti og skolað þeim niður með misjöfnum drykkjum.
Þetta er ekkert öðruvísi í ár nema að flöskusjóðurinn gerir það að verkum að úr honum varð 60 Stafafurur sem allar verða gróðursettar á sama svæðið á útivistarsvæðinu og það merk 2019, síðan næsta ár kemur annar böns sem verður þá 2020, þetta geta Kerhraunarar svo sýnt barna- og barnabörnum og bent á hvað við þessi gömlu voru forsjál að kolefnisjafna til að þau öðluðust betra líf.
Þetta hefur og heldur áfram að vera skemmtilegur og gefandi vinnudagur og góð samvera hér í Kerhrauni.
Það hefur verið til margra ára sameiginlegt markmið okkar að hafa svæðið okkar fallegt og notalegt og við vitum að eftir því er tekið hversu svæði er fallegt og vel frá öllu gengið, en það gerist ekki af sjálfu sér. Nei það gerist með vinnuframlagi þess fólk sem svæðið byggir.
Eftirfarandi myndir eru frá G&T dögum okkar sú 2010-2018
2018
Vinnulistinn er ekki óyfirstíganlegur, ó nei: Gróðursetja á sameiginlegu svæði, stinga upp lúpínu, planta sumarblómum o.fl. sem ditta má að.
Gleymum ekki að við viljum endilega blanda saman vinnu og samveru og því ætlum við að enda góðan dag á því að eiga saman góða stund á pallinum hjá Sóleyju og Gunnari og þar eru alltaf skemmtilegar uppákomur.
Til þess að allt gangi eftir verðum við að mæta og leggja okkar lóð á vogarskálarnar, því aðeins með því að vinna saman náum við markmiðum okkar og svo er bara að klæða sig eftir veðri og bretta upp ermar!
Endilega mætið með hjólbörur og skóflur .