Skemmtilegasti dagur ársins er að skella á og þess vegna skal blásið í lúðra.
Stjórn óskar eftir ykkar aðstoð því mörg eru nú handtökin, gróðursetja 50 furur, áburðargjöf á eldri tré, mála upplýsingaskiltið, gróðursetja sumarblómin, lagfæra Kerbúðina sem opnar um miðjan júní, setja upp umferðarskilti, laga og mála bekkina sem hafa staðið á planinu á beina kaflanum, yfirfara bekkina í Gilinu, setja upp trampólínið og kanna stöðu leiktækja.
Síðast en ekki síst tiltekt, talandi um tiltekt þá hafa komið fyrirspurnir til stjórnarmanna um ásýnd svæðisins og mörgum þykir að svæðið hafi látið á sjá, sumir lóðarhafar ganga ekki nógu vel um og hlutir liggi á víð og dreif og nefna að það sé ekki mikil fyrirhöfn að eyða dagparti til að taka til hendinni.
Við þessu er bara ein lausn: Líta í kringum sig og meta stöðuna.
„Viljum við láta tala um hvað svæðið sé fallegt eða viljum við að fólk tali um umgengnina?“
Nú er tækifæri fyrir nýja Kerhraunara að mæta og leggja hönd á plóg við uppbyggingu okkar fallega svæðis því ekki gerist það sjálfkrafa.
Að verki loknu verður boðið í grill við gáminn og þar er alltaf gaman, kynnast nýjum Kerhraunurum og hitta hina því við erum jú eðal KERHRAUNARAR.
Takið 8. júní frá og nákvæm tímasetning auglýst eftir helgi.