„Breyting á dagsetningu – í sunnudaginn 9. júní úr 8. júní“ höldum við okkar árlega gróðursetningar- og tiltektardag í Kerhrauni.
Við ætlum að hittast á planinu við gáminn kl. 11:00, fara yfir verkefni dagsins og skipta með okkur verkum.
Skemmtilegri stund lýkur svo með góðu grilli og samveru. Gert er ráð fyrir að það taki tvær til þrjár klukkustundir að ljúka verkefnalistanum en auðvitað fer það eitthvað eftir veðri og vindum.
Meðal árlegra verka sem þarf að vinna er m.a. gróðursetning, bera á tréverk, yfirfara Kerbúðina, planta sumarblómum og ýmislegt fleira. Því er gott að taka með sér vinnuvettlinga, trjáklippur, skóflur og hjólbörur sem við getum skipt með okkur.
Kerhraunarar – tökum strax frá þennan dagpart því enginn vill missa af þessum góða degi þar sem við leggjum lið við að fegra svæðið okkar.
Sjáumst á G&T deginum!
Með kveðju, stjórnin