Kerhraun

G&T dagurinn 2020 verður haldinn laugardaginn 30. maí nk.

Laugardaginn 30. maí nk er komið að G&T deginum, sameiginlegum degi okkar Kerhraunara sem samanstendur af gróðursetningu og tiltekt ( G&T) og samtals verða gróðursettar 100 stafafurur á vegum félagsins í okkar fallega útivistarsvæði.

Allur þessi fjöldi trjáa er tilkomin vegna þess að við vinnum stíft að því allt árið að leggja inn í Skógarbankann okkar, tökum út úr honum og breytum innlegginu í tré og þetta verkefni er til eftirbreytni og ættum við að vera stolt af okkur.

Nákvæmari tímasetningar og útfærsla verður auglýst síðar.  Dagurinn í ár mun auðvitað einkennist af þeim reglum sem enn eru í gildi hvað varðar fjölda fólks og 2 metra regluna en við höfum 50 ha til umráða og getum verið með GSM til að hafa samskipti…)))