Kerhraun

Gleðilega páskahátíð kæru Kerhraunarar

Páskar 2017 eru nú í hámarki og tilefni til að óska ykkur gleðilegra páska. Árið 2017 eru páskar haldnir í björtu, köldu, sólríku og vindasömu veðri. Það var margt um manninn í Kerhrauninu og stanslaus renningur af bílum að koma og fara þannig að margir gerðu sér dagamun og hittu fjölskyldu og vini.

Hér að neðan er smá páskasýnishorn af morgun- og kvöldstund:


Nýji formaðurinn okkar setti inn á Kerhraunarahópinn ljóð sem afi hans, Ólafur Kr. Þórðarson orti árið 1942 og vel við hæfi að geyma það hér.

Kraftur vorsins

Vorið er komið vængjaþytur breytist
varplöndin fyllast andakliður vaknar.
Um andvökunætur ekki lengur heyrist,
enginn á foldu vetrarkuldans saknar.

Nóttin er styttri, stórir vetrarkuldar,
stríða ei lengur inn um bæjardyr.
Inn milli voða, verndarvættir huldar
veita nú hlýju og náðarkrafti byr.

Gaman á vorin þá vetrardróma leysir,
víðsýna æskan ýtir fram á svið.
Alfaðir traustur aumum bústað reisir
sem aldreii hafa búið gleðina við.
Njótum þess tíma sem eftir er af páskunum og komum heil heim.