Kerhraun

Girðingarvinna 21. maí 2009 – Hinir 4 fræknu

Snemma morguns lögðu fjórir menn af stað af höfuðborgarsvæðinu og lögðu leið sína í Kerhraunið en verkefni þeirra var að yfirfara girðinguna. Það styttist í að sauðfé verði hleypt út og auðvitað viljum við ekki að gróðurinn okkar verði þeirra aðalfæða. Þeir sem mynduðu hópinn „Hinir fjórir fræknu“ voru Elfar J. Eiríksson, Hans Einarson, Guðfinnur Traustason og Gylfi Guðnason. Þeir stóðu sig frábærlega og verkinu var lokið um kl. 16:00 og þar sem leiðin að hjarta mannsins liggur í gegnum magann þá lagði Guðrún sitt að mörkum með því að smyrja fullt af brauði handa þeim.