Kerhraun

Fyrstu snjókorn 2018 féllu í nótt 25. september

Það er ekki hægt að segja að það sé kominn vetur en þegar fyrstu snjókorn vetrarins falla þá veit maður bara að hann er að skella á og smá bið í næsta sumar. Síðasta „sumar“ var reyndar árið 2017 því ekki var sumarið 2018 að gleðja okkur, nei það bara sleppti því að koma. En ekkert væl því hver árstíð hefur sinn sjarma.

Tók myndir af þessum umtöluðu „Fyrstu snjókornum“ sem núna um 7:57 eur búin að breytast í rigningu.

Um 6:00 var næstum hvítt

Smá ljós á milli trjánna, það er Finnsi að bruna af stað í borgina

Það sem var rautt er orðið næstum hvítt en bara í smá stund

Eins og sjá má er þetta alveg að verða að rigningarslyddu. En við tökum vetrinum fagnandi eins og öllu.