Kerhraun

Fyrirspurn til Orkuveitu Reykjavíkur

Undirritaður er stjórnarmaður í Kerhraun sumarhúsafélagi í Grímsnesi og var falið af stjórn félagsins að leita til ykkar um svör við áframhaldandi framkvæmdum við Grímsnesveitu, þ.e.a.s fá svör um áætlanir varðandi Grímsnesveitu. Við í sumarhúsafélaginu fengum fyrirspurn hjá OR fyrir 18 mánuðum hverjir væru tilbúnir að taka inn heitt vatn frá veitunni en síðan hefur ekkert heyrst meira frá OR.

Spurningarnar er því þessar:
Er von til þess að Kerhraun fái tengda hitaveitu frá Grímsnesveitu á næstu tveim árum ? Ef ekki við fyrri lið, sjáið þið fyrir ykkur það gerast á næstu 5-10 árum ?

Til  uppl.
Stofnlögn frá Biskupstungnabraut yrði að fara fyrst í Kerhraun D-E hluta, síðan Hóla og að lokum Kerhraun A-B-C Kerhraun. Svæði A-B-C telur 131 lóðir, þar af eru 45 byggðar nú þegar. Kerhraun svæði E-D telur ca. 75 lóðir en það er ekki hluti af okkar sumarhúsafélagi. Hólar eru 5 sumarhús.

Sendi meðfylgjandi pdf skjal af svæðinu

Með bestu kveðju
Elfar Eiríksson
Arnarhrauni 10
220 Hafnarfjörður
incolor@simnet.is
GSM 8971850