Kerhraun

Framkvæmdir í vegagerð í sumar

Í framhaldi af útboði þá verður farið í áframhaldandi uppbyggingu vega í Kerhrauni í júlí og líklega verður verkið unnið í tveimur hlutum og sá seinni yrði í september. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær Guðmundur í Klausturhólum byrjar á verkinu.
.

Byrjað verður á að setja í veginn við skiltið Kerhraun þar sem beygt er inn á veginn við námuna. Sett verður ca 70-80 m3 á þann kafla til að laga aðeins til fyrir tækin sem koma til með að keyra inn á svæðið. Settur verður upp snúningur fyrir innan hliðið og síðan smá lagfæringar á beina kaflanum frá hliði en vegurinn hefur sigið aðeins öðru megin. Haldið verður áfram inn á C svæðið og byrjað þar sem frá var horfið í fyrra og einnig lagfærð brekkan (Hraunbrekka). Síðan verður reynt að lagfæra annars staðar þar sem aurbleytublettir hafa myndast á svæðinu og eftir því sem efnið dugar í þetta sinn.

Farið verður í hluta göngustíga sem liggja inn á sameiginlega svæðið bæði með það í huga að hægt verði að hafa betra aðgengi að svæðinu til samkomuhalds og í leiðinni koma upp gönguleiðum um svæðið þannig að Kerhraunarar geti nú tekið sínar heilsubótagöngur og labbað loksins í hringi.

Til upplýsinga verða þessir göngustígar gerðir þannig að þeir falli sem best inn í landslagið og verði til prýði annað hvort með rauðamöl eða kurli.

Frekari upplýsingar verða sendar þegar málin fara að
skýrast um framkvæmdir.