Kerhraun

Framkvæmdir verða á Samlagsveginum frá 20. – 24. maí 2019. KEYRT INN FRÁ BÚRFELLSVEGI Á FRAMKVÆMDATÍMANUM

Loksins er komið að þessum stóru framkvæmdum samlagsfélaganna sem allir geta verið sammála um að sé mikil búbót fyrir okkur félagsmenn.

Framkvæmdir hefjast á mánudagsmorgun um 8:00 með hefilvinnu, þess ber að geta að okkar ágæti heflari til margra ára fékk heilablóðfall og getur því ekki unnið fyrir félögin og honum sendum við hlýjar óskir um góðan og snöggan bata.

Hallur og CO byrjar mánudaginn á ferð í Kólas til að ná í viðgerðarefni í veginn okkar innan svæðis, ætla að keyra í holur og valta og þökk sé þeim.

Síðan heldur verkið áfram, þegar hefilmaðurinn er búinn að rétta veginn af verður keyrt úr Ingólfsfjalli efni, heflað og valtað þar til vegurinn er 100% en þá mun klæðningamenn koma og setja ofan á veginn. Þið fáið að fylgjast með framkvæmdum.

ATH!
MEÐAN Á ÞESSUM FRAMKVÆMDUM STENDUR ÞARF AÐ KEYRA AÐ BÚRFELLSVEGI OG FARA Á MILLI HÓLANNA.
HLIÐIÐ VERÐUR OPIÐ ÞESSA 4 DAGA MEÐAN Á FRAMKVÆMDUM STENDUR.

Stjórn Samlagsvegar biður ykkur síðan að sjá til þess að keyrt sé á leyfilegum hraða meðan ekki er búið að sópa klæðninguna og síðan þar á eftir ekki alltaf í sömu hjólförunum…))) þá verðum við svo svakalega glöð.