Kerhraun

Framkvæmdir á plani – Geymsluaðstaða og betra aðgengi

 

Það er óhætt að fullyrða að fréttaritari á það það til að rjúka til og fara að fylgjast með hvað er að gerast á svæðinu ef hann sér vöru- eða flutningabíl koma á svæðið, í þetta sinn vissi hann að til stóð að framkvæmda 12.10.19 og stóðst ekki freistinguna að mynda þegar Faxaverk mætti með gröfu á tengivagninum..))

Framkvæmdirnar sem farið var í voru í því fólgnar að koma fyrir gámi sem stjórn komst að samkomulagi við Birgi Ólafsson á B-svæði um kaup á, gámurinn var staðsettur hjá Birgi þannig að stutt var að flytja hann. Gámurinn verður notaður sem geymsla fyrir t.d trambólín, blómapotta, fulla dósapoka og það sem til fellur. Stjórn ákvað að gámurinn yrði síðar settur á kaf og þökur settar á hann þannig að eingöngu yrðu hurðirnar sjáanlegar. Það var líka tímabært að laga planið sérstaklega þar sem ruslagámurinn stendur þar var orðið illa fært smærri bílum.

Auðvitað var leitað til Halls og Finnsi gerðist aðstoðarmaður, fleiri komu að verkinu, Jónsi á Svínavatni kom með rauðmöl, Viðar vörubílstjóri sá um að koma gámnum fyrir og auðvitað var fréttaritarinn að sjá um að fóðra H&F og mynda eins lítið og mögulegt var. Allt gekk þetta eins og í sögu í köldu eða góðu veðri.

Það var vandað til verka og allt útpælt  og mikið assskoti er karlinn lipur á vélinni en þið vitið að þá má ekki hæla honum, því fer þetta ekki lengra..)

 

 „Gránarnir mínir“ hlupu með málbandið og Finnsi hrópaði metrana og Hallur sprautaði grænu

Fréttaritari hefur unnið með Finnsa og veit að þegar lazerinn er tekinn upp þá þarf að vera þolinmóður.

Fyrst heyrist bí bí bí og síðan þegar langa bíið kemur þá er Finnsi ánægður en fyrr ekki.

Í þetta skipti varð Hallur að vera þolinmóður þar til Finnsi sagði GO…)) á sprautun.

Fljótlega birtist Jónis á Svínavatni með rauðamölina en þá þegar var Hallur búinn að taka alla mold og setja til hliðar.

Ekki leið á löngu þar til gráa mölin í planið kom, í þetta sinn var það kvenmaður sem kom á bílnum

Hallur sléttar og gerir fínt meðan hann bíður eftir næsta bíl

Nú var komið að því að setja undirstöður undir gáminn og þá mátti ekki muna neinu

Ekki veit ég hvort Hallur er að niðurlotum kominn en Finnsi bíður bara rólegur eftir bíinu góða

Hér fer gámurinn á loft – spennó

 

Jæja planið tilbúið og fullu pokarnir komnir inn

Stjórn þakkar þeim sem gáfu sér tíma til að sinna þessu þarfa verki og vonar að félagsmenn verði ánægðir með þessa framkvæmd.