Blaðamaður Kerhraunsins hnaut um eftirfarandi grein í Morgunblaðinu 11. nóvember 2010 og þóttist sjá að þarna væru á ferðinni kunnugleg andlit, allavega væru þetta Kerhraunsandlit svo vert væri að lesa blaðagreinina.
Greinin er eftirfarandi:
Fólk hefur ólíkar þarfir
„Þegar vinnufélagar sameinast um heilsuátak getur það aukið aðhaldið og þar með árangurinn með mjög jákvæðum hætti og um leið bætt andann í starfsmannahópnum. Þó má ekki gleyma að líkamlegt ástand fólks er oft mjög misjafnt og áherslur og markmið innan starfsmannahópsins geta verið ólík. Ef farið er af stað með hópátak er gott að byrja á að þjálfari eigi persónulegt viðtal við hvern og einn og geri með honum áætlun.
Í framhaldinu má t.d. mynda minni hópa starfsmanna sem fást við ólíka hluti þjálfunarlega séð.Stundum þarf ekki nema að fá þjálfara í heimsókn til að virða fyrir sér staðinn til að hann fái nokkuð glögga mynd af heilsufari viðkomandi og geti útbúið æfingaráætlun sem höfða ætti til sem flestra.“
Það er mikill léttir að að sjá að hjónakornin hafa verið flokkuð í smáhópinn „LÍKAR ÞARFIR“ Svakalega eruð þið nú flott.