Páskarnir nálgast – Að búa sér til sitt eigið páskaegg er snilld

Er ekki pínu snjallt að skella sér í Kerhraunið síðustu helgina fyrir páska og búa til páskaegg handa sér og sínum, ef vel tekst til þá má breyta útlitinu í sumaregg og selja í Kerbúðinni í sumar.

Það er alls ekki mikið sem til þarf en eftirfarandi áhöld og efni eru nauðsynleg:
Páskaeggjamót, hjúpsúkkulaði, sælgæti í fyllingu og skreytingar að eigin ósk æt eða óæt, málsháttur á miða, skraut og svo sjálfan páskaungann.

Það hlýtur að vera hrikalega gaman að búa sér til sitt eigið súkkulaðipáskaegg, það sparar líka mikla peninga, sérstaklega ef gera þarf mörg páskaegg. Páskaeggjamót fást í búðum.

Aðferðin er eftirfarandi:

Bræða súkkulaðihjúp (400 gr) í potti og því penslað inn í mótið.
Láta súkkulaðið storkna og pensla þá aðra umferð með heitu súkkulaði.
Endurtaka þangað til páskaeggið er orðið passlega þykkt.
Passa vel að súkkulaðið fari inn í allar glufur á mótinu svo eggið verði eins fallegt og mögulegt er.
Setja mótið í frysti á milli þess sem þú setur nýtt súkkulaðilag á.
Þegar eggið hefur náð réttri þykkt sem er auðvitað smekksatriði þá þarf að kæla nægilega til þess að hægt sé að losa það úr mótinu, varlega, varlega og varlega.

Mótið er hálft egg þannig að það þarf í restina að líma helmingana saman með bræddu súkkulaði og muna að líma súkkulaðifót undir eggið sem er má vera alveg eins og þig langar bara að eggið standi.

Komið er að því að fylla eggið og það er bara eftir smekk hvers og eins, namm, namm og meira namm.

Ekki má gleyma að setja fallegan unga efst á páksaeggið.

Mótið er þvegið eftir notkun og geymst þangað til næsta ár skellur á eða þar til í vor að sumareggið verður búið til.

Læðast inn á páskadagsmorgun og lauma eggi í rúmið hjá eiginmanninum..)))  spennandi.

 

fuglar