Þrátt fyrir að hafa fengið „reminder“ í morgun á facebook um hvernig veðrið var í fyrra þá hunsa ég það enda frekar hryssingslegt og vil trúa því að sumarið sé fyrr á ferð í ár en í fyrra. Þegar þessi tími ársins rennur upp og sólin farin að hlýja manni bæði á kroppnum og í huga þá þarf að huga að verkum eins og að kanna möguleg trjákaup og moldarkaup í leiðinni.
Í vikunni verður sent út tilboð á tjáplöntum en nú þegar hefur verið sendur út tölvupóstur um moldarkaup og fjöldi fólks hefur skráð sig, þeir sem ekki hafa pantað en ætla að gera það ættu að gera það sem fyrst því takmarkað magn kemt á bílinn og munið að þetta er heimsent eðal flúðasveppamold sem allar plöntur elska og þrá.
Til að sýna ykkur hvað Kerhraunið hefur upp á að bjóða þá er neðangreind mynd því til sönnunar og sjáið vindpokann hvað hann er slappur, þetta þýðir bara að það er ekki neinn vindur…))