Kerhraun

Árleg dósa&flöskutæming 9. maí 2023

Hin árlega flösku&dósatæming fór fram í dag og tókst vel enda var með í för eftirlitsdama eða öllu heldur „Bleik prinsessa með sýkingu í auga“ og fyrir gott starf fékk hún ís og smá nammi og við snarl í lokin enda tókum við Ásgeir hressilega á því í næstum 4 tíma.

Finnsi var fenginn til að hlaða sekkjunum á kerruna og farnar voru 2 ferðir á Selfoss, þrátt fyrir að allt gengi vel þá kom upp vandamál þegar kom að beygluðum dósum, urðum við að taka þær allar til baka og telja þær sem við og gerðum og alls voru það 1.287 dósir sem þannig var ástatt fyrir.

Eins ánægð og við erum með afraksturinn sem gefur okkur 50 stk Stafafurur þá biðlum við til ykkar að spara kraftana og leyfa þeim að vera „normal“ og enn og aftur takk kæru Kerhraunarar með þetta verkefni því þetta mun rata í fjölmiðla.