.
Í friðsælli sveit sem okkar þá er oft eins og tíminn standi í stað og frekar fátt sem geti raskað ró manna við slíkar aðstæður, samt er komið að því að Heimaeyjarfólkið verður að senda okkur hinum í Kerhrauninu áríðandi skilaboð.
Hvað er til ráða þegar ástandið er orðið þannig að þau geta varla verið utandyra, þurfa sífellt að vera að skipta um vatn í pottinum, sakna þess að geta ekki verið berfætt á pallinum og sjá varla hvort annað og allt er þetta tilkomið vegna ryks sem er þau alveg að drepa.
Skilboðin eru því þessi:
„Vinsamlegast sýnið tillitsemi þegr keyrt er á vegum við aðstæður sem þessar“
Vonum að „Regnguðinn“ sýni okkur helst strax hvers hann er megnugur og skvetti duglega úr sér og þá ætti rykið ekki að angra okkur á meðan.
Þetta er allt sem segja þarf