Ef einhvern tímann hefur verið ástæða til að tala um Kerhraunið þá er það núna, hásumar á Íslandi en veðrið nánast eins og það sé komið haust. Aðfaranótt 5. júlí um kl 5:00 um morguninn skall á þetta þá heljarinnar rok að annað eins muna menn bara ekki eftir.
Til að átta sig á því hvað var í gangi leyfði veðurfræðingur Kerhraunsins okkur að fá neðangreinda mynd sem segir allt sem segja þarf.
Í vinstra horninu má sjá að vindkviður fóru upp í 66,2 km/h sem samsvarar ca. 18,4 m/s og fréttaritari getur vitnað að sjaldan hefur hún verið í Kerhrauninu í öðru eins roki það hreinlega var brjálað rok og laufin fuka af öspunum.
Meðal annars gerðist þetta:
Tré rifnuðu upp með rótum,
Tjöld varð að hemja á ættarmóti hjá Auði og Steina,
Lok fauk af heitapotti hjá Fanný og Herði,
Nýji þakpappinn rifaði að hluta upp hjá GOGG og „Amma björgunarsveit“ þurfti að taka sig saman í andlitinu og fara skríðandi upp á þak klukkan rúmlega 5:00 um nótt með hellur þar sem hinn helmingurinn var í Reykjavík.
Þegar þetta er skrifað er klukkan 16:20 og enn er hávaða rok, til að sætta sig við þetta þá leikur maður ljósku og segir, „það væri nú ekki gott ef þessu fylgdi rigning“.
En svona er nú sumarið í byrjun júlí 2014 en enn bærist inn í manni tilfinning að „Gula fíflið“, sorry, láti nú sjá sig.