Smá fréttir af vegaframkvæmdum eru nauðsynlegar og af þeim er það að frétta að keyrðir voru í gær um 250m3 og gekk vel enda lítil umferð önnur en vörubílar. Áfram verður haldið í dag en áætlað magn í ár eru um 600m3 á þremur stöðum í Kerhrauni.
Smá myndir af framkvæmdum í sjóð minninganna eru nauðsynlegar og gefa smá innsýn í vegaframkvæmdir sumarið 2016.
Allt að 17m3 komast á þennan vagn sem Benedikt í Miðengi stýrir af mikilli kunnáttu.
Hvert lag segir sína sögu, elst, næstelst og nýjasta lagið
Smá saman hækkar vegurinn og ætti að breyta snjóalögum á vegamótunum
Vegamálastjórinn mættur í annað sinn þessa vikuna til að taka út verkið og sjá til þess að samningum sé fylgt eftir og verkið vel unnið, verð að nefna að hér er gott dæmi um að stjórnarmeðlimir eru að leggja mikið á sig til að sinna því sem fylgir að vera í stjórn og ekki sjálfgefið að stórverktakar séu að skjótast úr vinnunni til að fylgjast með.
Lúlli og Siggi mega hafa sig alla við að komast upp á veg en án gríns þá á eftir að valta veginn svo það er ekki útilokað að þeir „meiki“ það að komast að og frá húsunum sínum.
Að lokum biður Kerhraunið að heilsa ykkur og bíður spennt eftir ykkur þegar þið komið um helgina í opnun Kerbúðarinnar.