Það kláruðust ekki öll viðhaldsverkefni á G&T deginum út af útskriftarveislum, því varð úr að Hörður og Fanný skelltu á skeið og ákváðu að taka að sér að gera Kerbúðina fína helgina eftir og gerðu það með stæl.
Það stendur líka mikið til næstu helgi, þá verður Kerbúðin opnuð með stæl og ekki vantar nú vöruúrvalið, laugardaginn 11. júní kl 14:00 verða dyrnar opnaðar og dýrðin kemur í ljós og gaman væri að sjá þá sem eru á svæðinu við opnunina.
En aftur að viðhaldsverkefni H&F, þar stóð verstjórinn Fanný og sagði sitt álit, skammtaði málningu og horfði á Hörð framkvæma verkið. Þetta tókst svona glimrandi vel og hefur Kerbúðin sjaldan verið fallegri.