Kerhraun

Jólasveinninn mættur í Kerhraun of snemma

Á fallegum sunnudagsmorgni 6. desember 2015 kom jólasveinninn í Kerhraunið en hann átti erindi þangað, auðvitað komst jólasveinabílinn bara rétt út af Biskupstungnabrautinni og þaðan hóf sveinki göngu sína í Kerhraunið. Hann sá för eftir jeppa sem svo reyndist bara hafa farið að hliði E svæðisins honum til mikillar gremju.

Nú tók við strembin ganga og það er sérstaklega mikill snjór við Hólaskiltið en eins og sjá má á neðangreindri mynd þá er pínu norðanvindur en mjög fallegt veður.

6des

Á leið sinni fram hjá myndavélinn kl. 10:16:47  tókst að ná mynd af honum og að hans sögn
kæmist jeppi á góðum dekkjum niður brekkuna og beina kaflann.

Það er autt á köflum en svo eru skaflar sem eru erfiðir, t.d. við spennistöðina rétt hjá formanninum,
mestur er snjórinn þó þegar komið er að „Bláa húsinu“ og þar fyrir ofan.

Cjola

 Svona rétt í lokin þá ætlar sveinki að kveikja á jólatrénu á leið sinni heim.

Um leið og hann kom inn á svæðið þá snarlægði .

poki

Þegar ljósin loga í kvöld á trénu þá eru jólin að koma í Kerhrauninu.