Kerhraun

Sagan af litla múraranum í Kúlusúkk

Það var mikill spenningur í lofti hjá Kúlusúkkbúum þegar þau höfðu samið við múrara sem ætlaði að mæta nokkrum dögum síðar að Hlíðarenda og vera búinn með allt múrverk áður en vetur gengi í garð.

Það er skemmst frá því að segja að eins og iðnaðarmönnum er einum lagið þá dróst „aðeins“ að hann gæti mætt, næsta tilkynning hljóðaði svona, „aðeins seinkun“ og þrátt fyrir að við hjónin segðum að hann yrði nú að passa sig á því að draga þetta ekki um af því þarna væri veður ekki eins og á höfuðborgarsvæðinu þá var hann fullur samúðar á áhyggjum okkar og sýndi þeim mikinn skilning.

Dagurinn var sem sagt þremur vikum seinna en ætlað var og lagði múrarinn af stað með drekkhlaðinn smábíl og fullur af áhuga að fá að gista í Kúlusúkk, með sjónvarp, sturtu og alles. Verkið var keyrt í gang og allt gekk eins og í lygasögu og kúlubúinn ánægður með vistina.

IMG_2167

Eins og áður hefur komið fram á facebook þá gekk múrarinn næstum frá þeim „gamla“ með erfiðisvinnunni..)).

IMG_2166

Það skal tekið fram að Finnsi hefur alveg jafnað sig á erfiðinu og bíður spenntur eftir Canaryferðinni um jólin.

Ástæða þess að þessi saga er skráð er sú að hana verður að varðveita því þetta er eins og lygasaga.

Nú er ballið rétt að byrja fyrir borgarmúrarann. Eftir vikudvöl og mikla vinnu var komið að smá borgarferð hjá honum, hún átti að vera stutt en drógst á langinn og varð til þess að við töldum að hann yrði að drífa sig sem fyrst úr borginni vegna veðurútlits og mánudagskvöldið 30. nóvember dreif hann sig aftur austur til að vera á undan vonda veðrinu sem í vændum var og tókst honum það. Vaknar hann að eigin sögn þrælsprækur daginn eftir og drífur sig niður í Hlíðarenda til að byrja að vinna og veðrið bara enn gott. Nokkrum klukkstundum síðar er hann sársvangur og ákveður að drífa sig upp í kúlu og fá sé í gogginn.

Viti menn, kemur hann ekki að læstum dyrum, inni eru lyklar af bílnum, lyklar af húsinu, síminn og vetrarfötin.

Hvað var nú til ráða? Hann hafði fengið nauðsynlegar upplýsingar frá okkur ef eitthvað kæmi upp á, Sóley til vinstri og Siggi á Hæðarenda til hægri.

Þarna stóð manngreyjið og reyndi að meta aðstæður, til vinstri enginn bíll hjá Sóley, til hægri mikill reykur á Hæðarenda eða eins og hann orðaði það „Reykur hinum megin í dalnum“…)). Ákvörðum því tekin á gallabuxunum, vinnuskónum og stuttum jakka. Hæðarendi varð fyrir valinu.

Nú var lagt í´ann og stefnt beint á reykinn, ferðin sóttist vel niður að girðingu og þegar klifið hafði verið yfir hana blasti stórfljót við og ekkert annað að gera en að ganga meðfram því og leita að vaði sem fannst eftir nokkurn tíma. Næst lá leiðin í átt að rafmagnsmöstrunum, en viti menn, skellur ekki á stórhríð og á augabragði sást ekkert og var farið að fara um aumingja manninn sem var orðinn eins og snjókarl og farinn að kólna.

Honum sóttist ferðin illa og eftir einn og hálfan tíma kemur hann að annarri girðingu og telur víst að þetta sé Hæðarendagirðingin og fer yfir hana og fer svo yfir einhvern veg. Stuttu seinna glittir í hús, það er opið og fer hann inn, til allrar hamingju hangir þar regnúlpa með hettu og verður hann að taka hana traustataki því hin er beingödduð.

Þarna húkir hann og starir út um gluggann og allt í einu grillir í annað hús, hann ákveður að taka á rás upp að húsinu, þar er líka opið, guði sé lof fyrir sveitavarginn..)) sem skilur allt eftir opið og inn fer hann og kallar og kallar en engin svör.

Viti menn, fer ekki öryggiskerfið á stað og hljóðin verða óbærileg.

OMG er hægt að upplifa svona ævintýri í GOGG? og það skal aftur tekið hér fram að þetta er ekki lygasaga.

Hvað er til ráða, hann sér engan síma og til að yfirgefa óhljóðin ákveður hann að fara aftur í litla húsið því ekki ætlar hann að láta góma sig við að brjótast inn hjá bláókunnugu fólki, þetta gerir hann og húkir inn um stund eða þangað til að hann telur sig sjá niður á veg. Sem sagt nú er hann búinn að vera rúman klukkutíma á þessum stað sem er reyndar ferðaþjónusta. Hann fer því í nýju úlpunni niður á veg , enn er veður snælduvitlaust, sér brátt hús sem hann ákveður að fara í sem hann og gerir. Hann lemur allt og ber og engin svarar svo hann tekur í hurðina og viti menn hún er opin og inn fer hann.

Komið er að því að finna síma sem finnst og hver fær upphringingu önnur en Gunna sem svarar óþekktu 801 númeri.

Halló, halló, segi ég og brátt verður henni ljóst að múrarinn er á hinni línunni skelfingu lostinn og segist ekki vita hvar hann sé staddur og ég sem þykist hugsa í launsum segi „Þú hreifir þig ekki þaðan sem þú ert, ég hringi til baka bráðum“ og aumt heyrist sagt „ok“.

1819 svarar því til að símanúmer þetta sé í Gróðurstöðinni Hæðarenda sem er léttir því múrarinn er þá allavega enn í GOGG..), ég hringi í hann og segi honum hvar hann er og bið hann vinsamlegast að halda kyrru fyrir því ég ætli að bjalli í Sigga og vita hvort hann geti reddað honum. Þetta er gert og eins og Sigga er einum lagið þá pikkar hann mannræfilinn upp en áður en haldið er með hann í Kúlusúkk þá þarf Siggi að fara í ferðaþjónustuna út af öryggiskerfinu og redda því og skila þarf úlpunni sem komið hafði að góðum notum.

Skemmst er frá því að segja að heim komst múrarinn með góðri aðstoð Sigga og fór hann í tvær heitar sturtur til að ná upp hita, skreið hann undir sæng verandi nýbúinn að uppgötva að hann væri bara algjört borgarbarn.

Um nóttina svaf hann illa því hann var farinn að átta sig á að ferðin hefði getað endað með ósköpum og hann fékk martröð þar sem hann dreymdi að neðangreinda elsku hafi hann séð í háskaferðinni. Þetta var bara ekkert grín.

polar-bear-blizzard-wm

Þegar líða tók á næsta dag og hann kominn aftur til vinnu þá var hann búinn að átti sig á því að framvegis yrðu hurðir opnar, símann alltaf með í för og muna að brjóta bara rúðuna í hurðinni á kúlunni (skipun frá Gunnu) ef hann lenti í því aftur að komast ekki inn.

Svona leið tíminn og upp rann föstudaginn 4. desember en þá lágu fyrir veðurspár um vonsku veður sem við hjónin töldum að hann væri meðvitaður um. Með músík í eyrum vann hann langt frá á kvöld og þegar út skyldi haldið þá var blindbylur fyrir utan dyrnar (tekið skal fram að allir gluggar er löðrandi í steypu svo hann sé ekki út) og hann varð að komast upp í kúlu til að sofa. Hann setti undir sig hausinn og ákvað að fylgja nýju ljósunum sem liggja upp í kúlu. Af stað var haldið og gekk vel fyrstu 10 metrana en hvað gerist þá, kemur ekki þessi hörku vindkviða sem feykir honum til hægri og hann stingst á hausinn ofan í dældina við hliðina og hruflast á hausnum.

Enn og aftur, OMG, er hægt að lenda í svona ævintýrum í GOGG?

Hann hringir í okkur hjónin sem sitjum á Loftleiðahóteli og erum að belgja okkur út af mat og segir að veðrið sé orðið brjálað AFTUR. Finnsi segir að hann skuli bara taka því rólega, drífa sig í sturtu, elda góðan mat og leggjast í rúmið bæði með tölvu og sjónvarp og steinsofna. En þá fær hann þær fréttir að hann sé orðinn matarlítill og Gunna lofar að bjarga því um leið og Borg opnar morguninn eftir ef hann skrapi saman það sem hann á og borði. Æ greystrákurinn sem fyrr hafði tjáð okkur að þetta væri algjör töfraveröld sem við ættum, var greinilega farinn að efast um það.

Eins og allir vita þá var veðrið alveg kolvitlaust aðfaranótt laugardagsins og auðvitað ætluðum við hjónin að kúra lengur í rúminu enda það besta þegar gnauðar í öllu.

Halló, viti menn klukkan 9 hringir síminn, hver annar en múrarinn er á línunni, segist hann ekki sjá út úr augum og það hrikti í kúlinni og ætli hann bara að láta okkur vita að allt sé í lagi, ég lofa að láta hann vita þegar ég sé búin að redda matvöru handa honum, hvernig ég ætlaði að koma henni til hans var ekki alveg á hreinu.

Úr því að við vorum vöknuð þá var bara að skella sér í það að hella upp á kaffi og plana matarinnkaup. Það var gert, síðan sent sms á staðarhaldarann, „Vont veður, slæm færð?“, svar „já“, hringja í Henning og fá staðfest að sama ástand ríki hjá honum, svar, „já“, bíða eftir að klukkan verði 1o, bjalla í verslunina á Borg og panta hjá þeim vörur sem fara eigi í Kúlusúkk, hringja í Sigga á Hæðarenda aftur og biðja hann að ná í vörurnar og reyna að kanna aðstæður.

Öllu er lokið um klukkan 12 og þá er komið í ljós að enginn bíll kemst heldur ætlar Siggi að fara á snjósleða að girðingunni og fara með vörurnar til múrarans.

Rétt fyrir klukkan eitt er hringt og þetta er múrarinn sem segir að það sé komið upp nýtt vandamál.

HVAÐ HALDIÐ ÞIÐ AÐ VANDAMÁLIÐ SÉ, HANN ER FENNTUR INNI Í KÚLUNNI OG KEMST EKKI ÚT.

Enn og aftur segi ég, OMG er hægt að upplifa svona ævintýri í GOGG?

Nú eru góð ráð dýr, aftur er bjallað í Sigga og honum tjáð að núna þurfi hann að bjarga múraranum ÚT en ekki INN.

maður i snj0

Aumingja Siggi, rýkur í gallann og fer upp á Borg, nær í varninginn, brunar á sleðanum, klifrar yfir girðinguna með pokann og skóflu og byrjar að moka snjó frá dyrunum sem var alveg upp fyrir hurð og bjargði blessuðum múraranum sem hefur ekki svarað síma síðan þetta gerðist.

Enn og aftur segi ég, OMG er hægt að upplifa svona ævintýri í GOGG?