Það var mikil gleði um árið þegar þetta hlið var sett upp og í þá daga reiknaði maður með því að þetta væri hið „eina sanna“ hlið, en það kom á daginn að svo reyndist ekki vera en meðan það var eina hliðið þá dugði það vel og gerir í raun enn.
Það hefur pínu sigið á ógæfuhliðina hjá því undanfarið ár því með lagfæringu vega þá hefur það orðið heldur lágt í landinu og nú var ákveðið að koma því upp úr jörðinni í eitt skipti fyrir öll.
Auðvitað var Hallur fenginn til að lyfta hliðinu en Finnsi og Hans til að grafa, hæðarmæla, rafsjóða og annast allan almennan frágang.
Eftirfarandi myndir sýna framkvæmdina.
Allt samkvæmt bókinni – sama hæð á öllum hliðum
Hans er að pæla í að vera bara sammála Finnsa, enda best…)))
Hallur er flinkur að finna hvar á að grafa
„Hífa og slaka“ á víxl, en upp fór það
Eyrað að fara af og það gengur ekki fyrir eyra sem gegnir mikilvægu hlutverki
Haldið í Kúlusúkk til að sjóða eyrað á
Komið aftur á staðinn eins flott og hægt er að hafa það
Frágangur hafinn
Ja maður minn sæll og lifandi er ekki búið að laga þetta og hér eru síðustu strokurnar í gangi og takk innilega fyrir „hin heilaga þrenning“ þið eigið mikið þakklæti skilið að taka vel í það þegar til ykkar er leitað.