Það á kannski ekki við að byrja á því að tala um veðrið en í þetta skipti á það vel við því brennan hafði verið auglýst kl. 20:00 á laugardagskvöldinu og takið nú eftir, veðrið var alveg frábært þegar stundin nálgaðist og lá við að fólk tryði ekki sínum eigin augum, takið nú eftir, veðrið var guðdómlegt allt kvöldið.
Elfar var brennustjóri að vanda og tók það ekki langan tíma fyrir hann að tendra bálið enda með öll tól og tæki og auðvitað var hljómsveitin búin að stilla upp og beið eftir að láta tónana flæða um svæðið.
Fólk tók að streyma að, því er við hæfi að skella nokkrum myndum inn hér og byrja á fjölskyldu Sóleyjar og Gunna.
Já ágæta fólk þetta er liðið sem skipulagði „Versló 2014“ og stóðu sig eins og hetjur í alla staði, takk innilega fyrir.
„Amma myndar“ ætlaði að byrja á því að skella inn mynd af varðeldinum en af einhverri ástæðu tók hún enga mynd þegar allt skíðlogaði en þessi er ekki sem verst.
Svona til að fólk sjái hversu miklu stuði það var í þá koma hér nokkrar af Kerhraunurum og gestum þeirra og það má geta þess að þeir urðu glaðari þegar leið á kvöldið, Hans hafði nefnilega ekki gleymt að það þarf söngvatn til að mýkja raddböndin en hvað skyldi nú vera í þessum stóra pappakassa sem er á hjólinu?.
Fanney mætti með sína fjölskyldu og fékkst það staðfest að hún mætir á næsta stjórnarfund, afsakið meina aðalfund og verður gaman að fá hana á fundinn.
Hljómsveitin var byrjuð að spila og sungu hástöðvum, „Gunna, elsku Gunna mín“ allavega er það eina lagið sem ég man eftir…)). Allir höfðu fengið söngbókina í hendur en voru tregir til að syngja, enda miklu meira gaman að tala við næsta mann.
Rekstrarvörufjölskyldan skall öll á í einu enda umsjónarfólk glasamála
7 & 8 mætt, en hvar er Guðjón?
hæ, fann hann og hann að tjatta við formanninn og gröfumanninn
Nú kemur að Ásgeir, Kristínu og þeirra fjölskyldu
Bara til gamans þá má geta þess að sú saga hefur borist fréttaritara til eyrna að Ásgeir sé einn að fáum karlmönnum sem getur gert tvennt í einu.
Já hann getur mjög auðveldlega farið í heita pottinn í 2 tíma og grillað læri á meðan og það smakkaðist æðilega, takk fyrir mig…)))
Þetta hefur tengdamanna hans staðfest og hæstánægð með hann
Hvern er hér að finna?, jú auðvitað nýjustu Kerhraunarana, Steini og Fríður með barnaskarann
Nú fer skipulagið að tvístrast aðeins því í staðinn fyrir Smára og Rut, þá eru hér Rut og Hilmar, gestirnar hans Hilmars og síðan Edda og Guðrún
Hér má ná tengingu milli fólks ef vel er að gáð, Hilmar kominn til Guðrúnar, Hinrik og Smári enn að ræða málin og hafa engar áhuggjur af konunum
grafalvarlegir, vantar greinilega söngvatnið hans Hans
Þegar enginn átti von á neinu skall á þessi þá heljarinnar hávaði, enginn annar en sprengisérfræðingur Kerhraunsins með öll þessi læti
Afsakið, auðvitað á að mynda himininn
Tóta horfir hugfangin á afrek manns síns
Hvar er formaðurinn og hans fólk, bara skil þetta ekki hvað orðið hefur af þeim
„Hann“ er kominn í hljómsveitarbrasann og „Yfirtaka“ er ofarlega í hans hug þessa dagana þar sem hann ræður ekki við stjórnarkonur….)))))
Hér er minn maður kominn og þarna er hann á heimavelli, takið eftir unununni í svip hans
en Elínu er hvergi að finna, sér hana einhver á þessari mynd?
Það var við hæfi að færa Rósu Sjöfn og Kristjáni smá glaðning frá Kerhraunurum í tilefni brúðkaups þeirra sem fram fór í Kerhrauni um síðustu helgi.
Gjöfin innihélt sængurföt frá Betra baki og gjafakort frá Hamborgarafabrikkurnni.
Kerhraunarar óska ykkur velfarnaðar í framtíðinni, ástar, gleði og fjölda barna.
Nokkrar myndir hér í lokin en allar myndir teknar á „Versló 2014“ verða bráðlega settar inn á innranetið
Í lokin enn og aftur þakklæti til ykkar krakkar, þið voruð frábær og ég segi nú eins og Garðar sagði einusinni:
Hver, fj… er þetta sami strákurinn á gítarinn sem var hér í fyrra, mikið hel… hefur honum farið fram
og nú hefur bæst við eitt ár og það er kominn kór líka og raddaður söngur – FRÁBÆRT