Kerhraun

„Smári og Rut corporation“ með nýtt tæki í flotann

Það er mjög gaman að fylgast með þegar floti Kerhraunara stækkar, núna var það að gerast að Smári og Rut fjárfestu í JCB gröfu með 2 skóflum..)) og á vonandi eftir að koma okkur í Kerhrauninu til góða þegar við förum í framkvæmdir hverjar sem þær nú verða.

Til hamingju með þennan glæsta grip, ekkert smá flottur eins og þið hjónakornin.

Það kemur aldrei til með að sjá á vélinni ef ég þekki Smára rétt, takið bara eftir hvað flott er inn í atvinnuhúsnæðinu hjá mínum manni.

 

smarirutgraafa