Kerhraun

G&T dagurinn verður í Kerhrauni 6. júní 2009

Laugardaginn 6. júní nk. verður tekið til í okkar fallega Kerhrauni en við ætlum líka að gróðursetja 25 birkitré um 2ja mtr. há niður með girðingunni á hægri hönd innan við ristarhliðið.

Við hittumst um kl. 11:00 á vegamótunum við endann á langa kaflanum eftir ristarhliðið, skipum í hópa sem fara og týna drasl á kerrur og draslinu hendum við í gámana niður við Búrfellsveg.

Hvernig væri að fá sér svo pyslur og drykk um kl. 13:00 og byggja upp POWER fyrir gróðursetninguna?

Smári okkar liðtæki gröfumaður lýkur greftri á holunum fyrir birkin um hádegi. Hann ætlar líka að moka skít og mold á kerrur þannig að það verði auðvelda fyrir okkur að þurfa bara að setja skítinn og moldina í holurnar. Sterkir KERHRAUNS-KARLMENN munu svo sýna krafta sína við að setja birkin í holurnar og við KERHRAUNS-KONUR sjáum svo um að ljúka gróðursetningunni með því að snurfusa kringum birkið.

Það væri gott ef einhverjir vildu vera svo vænar að taka með sér vatnsílát svo hægt sé að skvetta á birkið.

Að loknu verki er drykkur (?) í boði Garðars Vilhjálmssonar og þökkum við honum innilega fyrir framtakið.

GLEÐIN OG GÓÐA SKAPIÐ ER ALLT SEM ÞARF.