Fundurinn var á vegum Elfars J. Eiríkssonar og Hans Einarssonar um væntanlega hitaveitu í Kerhraunið.
Góð mæting var á fundinn og mættu nánast allir sem eiga hús í Kerhrauni semog nokkrir aðrir lóðareigendur.Elfar Eiríksson og Hans Einarsson fóru yfir þá möguleika sem okkur standatil boða og þá í samstarfi við bóndann á Hæðarenda, enda er ólíklegat aðOrkuveita Reykjavíkur fari af stað með hitaveitu sem myndi gagnanst okkurá komandi árum.
Það eru 2 möguleikar í stöðunni ef fariðverður af stað með Hæðarendabóndanum:
a) að Hæðarendabóndinn komi með lögn að svæðinu og að við í Kerhraunimyndum stofna sérstakt félag um rekstur hitaveitu á svæðinu hjá okkur.
b) að Hæðarendabóndinn komi með lögn inn á svæðið til okkar sem og aðleggja stofnlagnir á svæðinu að heimtaug þeirra sem vilja hitaveitu, hann sæjiþá alfarið um rekstur veitunar.
Mikill meirihluti fundarmanna samþ. að haldið skildi áfram að kanna þetta og þá út frá möguleika b) hér að ofan.
Á fundinum kom fram að auk stofnkostnaðar þyrfti jafnframt að fá fram hugmyndir um væntanleg notkunargjöld en það er eflaust eins og með stofnkostnaðinn, verður að skoða út frá endanlegum fjölda „notenda“. Hugsa mætti sér að e.t.v. væu einhverskonar endurskoðunarákvæði, þegar eða ef fleiri tengdust og hæfu notkun.
Farið verðu í þá vinnu á næstu vikum og eftirtaldir aðilar tóku þetta að sér: Elfar J Eiríksson, Hans Einarsson, Hörður Gunnarsson og Stefán Geir Stefánsson. Stefnt að því að klára þá vinnu fyrir aðalfund sem væntanlega verður í feb. 2010þannig að hægt verði á þeim fundi að ákveða hvort af þessu geti orðið. Stefnter að því að vera með nokkuð góða mynd af því hvað þetta myndi kosta hvernog einn að taka inn hitaveitu. Ef vel gengur og þetta verður ákveðið er ekki óraunhæft að hitaveita gæti verið komin í Kerhraun seinnihluta næsta sumars.