Veðrið er alltaf að breyta sér og 14. október 2013 er sumar í Kerhrauni

Í síðustu viku var útlit fyrir að veturinn væri að skella á, í dag 14. október er engu líkara en sumarið sé að koma. Það er ekki mikið um fólk í Kerhrauninu þessa dagana en þeim mun meira að öðrum dýrum…))).

Hjá Ásbirni og Jóa hefur tófan lagt leið sína á sólpallinn, það sem hún er að sækjast eftir er að fá að skíta á pallinn þeirra í friði, hjá sumum hefur rjúpan tekið sér bólfestu, hún skítur líka allt út, það sem frá henni kemur er heiðblátt og hún svaka ánægð með sig enda spikfeit, falleg og gæf þessa dagana.

Svo eru það blessaðir fuglarinir, þessa dagana fljúga þeir um loftin blá og margir undir áhrifum frá berjum. Lífið er sem sé yndislegt hjá flestum….)))

.

Kveðjur til allra Kerhraunara frá okkur