Snemma vors 2013 var tekin skóflustunga fyrir arftaka „Hollenska vindpokans“ sem Hans gaf félagsmönnum á sínum tíma, þrátt fyrir smæð sína stóð pokinn sig með mikilli prýði, þó ansi oft með hjálp vilugra Kerhraunara sem björguðu honum frá því að svífa burtu.
„Margur er knár þó hann sé smár“, það stóðst en nú er hans hlutverki lokið.
Það var komið að því að annar vindpoki tæki við af þeim litla, það var nú heldur meira sem hafa þurfti fyrir þeim stóra, en einhvers staðar segir „Lengi býr að fyrstu gerð“ og því varð að vanda til verka.
Hörður og Guðfinnur fóru í þetta verk og byrjað var á því að taka fyrstu skóflustunguna sem sést á meðfylgjandi mynd en einhvern veginn ætlaði aldrei að takast að fá pokann afhentann og því stóð „gröfin“ opin í margar vikur.
Það hafði ekki verið setið auðum höndum á meðan beðið var eftir að vindpokinn kæmist frá Vopnafirði til Reykjavíkur, hönnun og frágangur skipulagður.
Hörður og Fanný búin að skella sér á Svínavatn og ná í undirstöðuna
„Græna flugan“ sparar krafta
Nei, Hörður þú ferð ekki langt á henni þessari…)))
Barnabarn „Ömmu myndar“ þolir ekki flugur
Lárétt skal það vera
Hver man ekki eftir „Fimleikafélagi Kerhrauns“ – Hörður ætlar að stökkva til
og það á hárréttan stað
Nóel býr til hlaupabraut
Borað, borað og borað – Hörður tekur út verkið, samþykkir eða mótmælir
boltað, boltað og boltað – Hörður passar lóðrétta stöðu
Hörður tekur út og kannar stefnuna en Finnsi fékk bank í hausinn,
sem sé ekki alveg rétt
Frágangur hafinn og úttektarmaðurinn mættur
Vá hvað hann tekur sig vel út „Arftakinn“, nú vantar bara vindinn
Ánægt vindpokalið
Upp er hann kominn og býður eftir vindi – en takið nú eftir.
Kæru Kerhraunarar !!!
Þið skuluð hafa augun opin þegar uppgjör 2013 verður kynnt á næsta aðalfundi.