Það er svo gaman að fylgjast með rjúpunum á þessu tíma ársins, þær eru að skipta um lit, alveg svakalegar gæfar og víla það ekkert fyrir sér að koma og kíkja inn um gluggann og kanna hvað er þar í gangi. Í þetta sinn var engin breyting á, þegar forvitninni var svalað röltu þær upp á brú og litu í kringum sig.
Svo er hin hliðin, veiðihliðin þar sem menn hugsa sér gott til glóðarinnar og ná í jólasteikina, góður veiðimaður lét þau orð falla að þarna væri á ferðnnii STÓR skaðvaldur á gróðri og rétt væri að grípa í hólkinn og taldi víst að gróðuráhugamanneskjan setti sína hagsmuni á oddinn og samþykkti eins og skot en sú varð nú ekki raunin og rjúpurnar spókuðu sig áfram í góða veðrinu.