Kerbúðin hefur vakið óskipta athygli, ekki síst þeirra sem koma sem gestir í Kerhraunið og gaman að rifja upp stutta sögu búðarinnar. Reksturinn hefur gengið vel, enginn laun greidd og ágóði mælist 9 stig.
Þegar samþykki fékkst á aðalfundi um að setja upp litla búð var það markmið stjórnar að húsið skyldi standast jarðskjálfta, ofsaveður og flóð, aftur á móti var ekki lögð áhersla á einangrun og aðgengi yrði haft auðvelt
Síðasta opnunarhelgi Kerbúðarinnar var að líða og það má með sanni segja að síðasti viðskptavinurinn hafa kvatt með stæl, enda búinn að þreyfa fyrir sér alla vikuna og kanna það litla vöruúrval sem eftir var.
Ekki eyddi hann miklum peningum en yfirgaf búðina með smá aðstoð.
Þetta litla kríli kunni svo sannarlega vel við sig í Kerbúðinni og er þakklátt fyrir að hafa fengið að kynnast bakkelsi „Mömmu tertu“ svo ekki sé talað um að fá að njóta hlýjunnar í lopapeysu Fanneyjar.
Hún vill þó koma á framfæri afsökunarbeiðni fyrir að hafa ekki farið rétta leið út úr peysunni, hún áttaði sig bara ekki á því að það voru 4 útgönguleiðir úr peysunni og valdi auðveldustu leiðina, nagaði sig út úr erminni og er leið yfir að Fanney þurfi að vinna aukavinnu við að laga peysuna, vill þó benda á að það er kannski best að vera ekkert að laga hana, hún gæti alveg hugsað sér að eiga þessa flík.
Hlakka til að sjá ykkur á aðventusölunni.:))
Þess má geta að stjórn hefur tekið ákvörðun, um aðventusalan verður seinnipart laugardags og undir eftirliti.