Kerhraun

Lítil saga af atviki sem olli miklum heilabrotum

Stundum gerast hlutir sem virðast vera alveg óskiljanlegir, maður veltir sér upp úr því heilu dagana hvað hafi nú orðið til þess að þetta gerðist og þannig tilfelli kom upp í sumar en þá lenti ég í smá uppákomu, fékk áverka í andlitið og leitaði í kjölfarið til læknis, hann spurði auðvitað hvað hefði gerst og bjóst sjálfsagt við í mínu tilfelli allt að heimiliofbeldi en ég sannfærði hann um að ég hefði bara verið í Kerhrauninu og í nesti fékk ég smyrsl.

Síðustu helgi brá ég mér að vanda í sæluna og ákvað að ég skyldi nú bara taka því rólega enda haustið að nálgast og alveg kominn tími á „pause“. Þegar laugardagurinn rann upp bjartur og fagur var tækifæri á smá letitími og eftir hádegi tók ég mér sudoko í hönd, settist niður í sólinni og naut þess í botn að halda aftur af mér.

Dagurinn leið allt of fljótt og sunnudagurinn skall á með alls konar yfirlýsingum í útvarpi að óveður væri í kortunum, þess vegna væri best að koma sér á fætur og gera eitthvað.

Mér til skelfingar sá ég þegar ég leit í spegilinn að þarna var ég með sama „áverkann“ í andlitinu og ég hefði fengið fyrr í sumar, ég varð að hugsa hratt, jú, kremið yrði að fara á og ég fór að hugsa á fullu hvað hefði eiginlega gerst.

Viti menn, ég vissi það nákvæmlega. Yfirleitt þegar ég er í sól þá brenn ég á nefinu og hef alltaf talið að það sé vegna þess að ég er nefstór.

En núna var ástæðan önnur, ég sitjandi í stól með mín tvískiptu gleraugu og ráðandi sudoko, þá virka tvískiptu gleraugun þannig að neðri hlutinn sem er mun sterkari verður að hálfgerðu stækkunargleri og því eðlilegt að glerið nánast kveikiti í mér á staðnum. Er nema von að mér hafi ekki verið sama þegar ég uppgötvaði þetta ?.

 

 

 

Þetta kennir mér bara eitt, ég á alls ekki að una mér
hvíldar í sveitinni.