4. stjórnarfundurgerð 22. febrúar 2025

Fundurinn haldinn í Hraunslóð 8, Kerhrauni og hófst kl.10:30.

Mætt: Óskar Georgsson, Svava Tyrfingsdóttir, Guðrún Njálsdóttir og Hörður Gunnarsson. Fjarverandi:  Elín Guðjónsdóttir

Dagskrá

  1. Aðalfundur 2025.
  2. Skoðun ársreiknings.
  3. Önnur mál

1. Aðalfundur 2025

Tími og staðsetning aðalfundar. 

a. Guðfinnur Traustason kannar sal hjá Rafís. Athuga með vikuna 7-12 apríl sérstaklega þriðjudagurinn 8. apríl kl. 20:00.

Auglýsing aðalfundar.

b. Auglýsa fundinn á heimasíðu, Facebook og email þegar fundartími og dagsetning aðalfundar liggja fyrir.

Fundarstjóri og ritari.

c. Rætt verður við Harald Gunnar Haraldsson sem  hefur haft fundarstjórn með höndum s.l. ár, um að hann taki að sér fundarstjórn.

Stjórnarseta 2025-2026.

d. Óskar og Elín voru kjörin til stjórnarsetu til tveggja ára á síðasta aðalfundi. Auglýsa þarf eftir formanni sem kjörinn er til eins árs í senn sem og tveimur nýjum meðstjórnendum sem kjörnir eru til næstu tveggja ára.  Auglýst verður eftir áhugasömum formanni og stjórnarmönnum þegar fundartími og dagsetning liggja fyrir.

Rætt um að fækka stjórnarmönnum úr fimm í þrjá m.v. að til komi greiðsla fyrir unni tiltekin verk s.s. umsjón tæknimála, aðgengismála umsjón með vegagerð, innheimta félagsgjalda ofl.

Framkvæmdaáætlun-félags og framkvæmdagjald 2025.

e. Stærsta einstaka framkvæmd ársins 2025 er vegagerð þar sem úrbætur verða gerðar t.d. í botnlöngum á B-svæði.  En einnig þarf að breikka veg á mót við Sólbakka. (C svæði).  Áætlað er að félagið endurbyggi vegi innan svæðis fyrir kr. 10.000.000 á árinu sem er svipuð upphæð og var í áætlun síðasta árs.  Auk þess verður halli á Samlagsvegi lagaður v. fyrstu beygju.

Aðrar framkvæmdir sem þarf að sinna er viðhald girðinga, göngustígar, tröppusmíði ofl.

Unnið verður að gerð framkvæmdaáætlunar á næstu dögum/vikum þannig að leggja megi hana fyrir aðalfund 8. apríl til umræðu og samþykktar.

Lagt verður til á aðalfundi að félags- og framkvæmdagjald fyrir árið 2025 verði kr.80-100.000.  endanlega ákveðið þegar áætlun liggur fyrir sem og að tekið verður tillit til sjóðsstöðu félagsins um áramótin.

Fjárhagsstaða 31.12.2024.

f. 4.400.000 kr er sjóðsstaða um áramót sem skapast mest af þvi að vegaframkvæmdir voru mun ódýrdrari en áætlun gerði ráð fyrir. Til eru 100 þúsund krónur í flöskusjóð.

2. Skoðun ársreiknings

Gögnum verður komið til Ómars Björnssonar sem sér um skoðun ársreiknings eins og undanfarin ár.

3. Önnur mál

Útleiga frístundahúsa í Kerhrauni. 

Stjórn ákvað að senda þeim eigendum frístundahúsa innan Kerhrauns sem stunda útleigu á frístundahúsum umfram 90 daga leyfa á ári, bréf þar sem vakin er athygli á því að slik starfsemi er leyfisskild og háð starfsleyfi opinberra aðila.  Útleiga á frístundarhúsum umfram 90 daga á ári er háð starfsleyfi opinberra aðila.  Grímsnes og Grafningshreppur hefur ákveðið að slíkar heimildir verði ekki veittar innan skipulagðar frístundabyggðar s.s. í Kerhrauni.  Skipulagsfulltrúi hefur staðfest að hagnaðardrifin starfsemi er óheimil innan Kerhrauns.

Tildrög bréfsins eru m.a. að miklar umfram annir eru fyrir stjórnarmenn við að þjónusta frístundarhús sem eru í útleigu og þau eiga fátt sameiginlegt með frístundarhúsum í skipulagðri frístundarbyggð.

Afmælisrit 30 árs saga Kerhrauns.

Lögð var fram samantekt Fannýar Gunnarsdóttur um sögu Kerhrauns, „Kerhraun 30 ára, saga í máli og myndum.  Stjórn lýsti yfir ánægju sinni með samantektina sem verður afhent félagsmönnum á aðalfundi félagsins í apríl n.k.

Kerbúð

Auglýsa þarf eftir umsjónaraðila á Kerbúðinni næsta sumar.

Fundi slitið kl. 12:00

Fundargerð ritaði Hörður Gunnarsson