Kerhraun

2. stjórnarfundargerð 12. júlí 2024

Fundurinn haldinn á Grund í Kerhrauni hjá Herði Gunnarssyni og hófst kl. 18:00

Mætt: Óskar Georg Jónsson, Elín Guðjónsdóttir, Svava Tyrfingsdóttir, Guðrún Njálsdóttir og Hörður Gunnarsson.

Dagskrá:

1. Verklegar framkvæmdir – staða
a. Vegagerð.
b. Myndavél. 
c. Stígagerð.
d. Girðingar.
e  Merkingar.

2.  Verslunamannahelgin. 
a. Brenna. – Leyfisumsjón
b. Ólympíuleikar barna – skipulag umsjón – Ísbíllinn/sælgæti  
c. Grill við varðeld:
d. Auglýsingar – kynna dagskrá í tæka tíð.

3. Önnur mál

  1. Vegaframkvæmdir:

    a. Vegagerð innan svæðis og Samlagsvegur:  

    Áætlun innan svæðis hljóðaði uppá 10,3 millj. og framkvæmt hefur verið fyrir 7 millj.  
    Ath með að setja upp hæðar stikur meðfram vegi t.d vegna snjómoksturs. Notast verði við girðingarstaura með glitmerkjum.

    Samlagsvegur.
    Unnið hefur verið fyrir 1944 þúsund en malbikun er eftir. Áætlun hljóðaði uppá 3 millj.   þ.e. 1100 þús eru eftir.

    b. Myndavél:  
    Þriðja vélin hefur verið sett upp af Guðfinni.  Kostnaður 88 þúsund.  Sýnir vindpoka ofl.

    c. Stígagerð:  
    Ekkert byrjað á framkvæmd, komið tilboð frá Jóhannesi Guðmundssyni á Klausturhólum uppá 250 þús.  Tekur upp tré og setur í mel við hliðina.  Ákv að taka þessu tilboði. Lagað hefur verið aðgengi frá göngustígum inn á vegi sem stafaði af mishæð.

    d. Girðingar: 
    Búið að ganga girðingar, verki lokið.

    e. Merkingar:
    Staurar fúavarðir og skilti tilbúin.  Merkja inn á kort.  Óskar sér um framkvæmd.  

2. Verslunarmannahelgin 2024.

a. Brenna: Hörður/Gunnar tekur að sér umsjón með brennu og sækir um leyfi til lögreglunnar.

b. Ólympíuleikar barna: Maren og Helena sjá um leiki fyrir börn eins og á síðasta ári. Athugað verði með ísbílinn í stað sælgætis m.a. vegna 20 ára afmælis félagsins.  Guðrún athugar. Verðlaunagripir:  Hörður sér um kaup á verðlaunagripum.  Merktir með 20 ára afmæli Kerhrauns.

c. Grill við varðeld:  Elín ætlar að ath með deig, rætt við Úllu um hennar aðkomu.

d. Auglýsingar:  Vekja þarf athygli á dagskrá Versló sem fyrst.

Önnur mál: 

Rætt um frjálsa leigu húsnæðis í frístundabyggð.   Fyrirtæki mega ekki samkvæmt deiliskipulagi samþykktu af sveitarstjórn vera með rekstur í frístundarbyggð önnur en óhagnaðardrifin félög s.s. stéttafélög.  Fyrirtæki sem reka hagnaðardrifna leigustarfsemi eru ekki með og geta ekki fengið rekstrarleyfi.

Lúpína:  Úða með Randop við hlið og meðfram vegi.

Trampolín:  Keypt nýtt trampolín og sett upp í stað þess gamla.  Kostnaður 58 þúsund.  Framkvæmt af Guðrúnu og Herði með aðstoð Guðfinns.

Ristarhlið:  Hlið selt á 400 þúsund þar sem það var.  Hlið hefur verið greitt og afhent.

Lyngrúllur;  Lagfæra þarf lyngmottur sem lagðar voru á gám s.l. ár. 2 rúllur hafa verið keyptar og eru komnar á staðinn.. 

Innheimta:  Fyrra gjald er 100% innheimt en síðara gjaldið er greitt utan eins lóðarhafa.

Fundi slitið 19;00.

Fundargerð ritaði Hörður Gunnarsson.