Aðalfundurinn var haldinn í Rafmennt þann 16. apríl og hófst kl. 19:30 og sóttu hann 40 lóðareigendur, Harald Gunnar Halldórsson tók að sér fundarstjórn. Hefðbundin fundardagskrá var að vanda en helst ber að geta þess að Hörður Gunnarsson bauð sig aftur fram til 1 árs í formanninn og Guðrún Njálsdóttir og Svava Tyrfingsdóttir eiga eftir síðara árið.
2 nýjir stjórnarmenn voru kosnir þau Elín Guðjónsdóttir og Óskar Georg Jónsson og bjóðum við þau velkomin í stjórnarhópinn. Hans Einarsson og Ásgeir Karlsson gengu úr stjórn og er þeim þökkuð störf þeirra í þágu okkar allra.
Ársreikningur 2023 og framkvæmdaáætlun 2024 voru samþykkt og eru á innraneti heimasíðunnar ásamt aðalfundargerðinni.
Neðangreindar myndir eru frá aðalfundinum og við eldumst bara ekki neitt.:
Eins og sjá má af myndunum er þetta fríður hópur og þess má geta að eftir að fundi lauk var boðið upp á kaffi og tertu með mynd af Kerhrauninu og af hverju skylda það hafa verið, jú því Fanný Gunnarsdóttir kynnti hugmynd sína að skrá 30 ára sögu Kerhraunsins en fyrir 30 árum þann 17. júní komu fyrstu Kerhraunarnir saman hjá Þránni Ingimundarsyni í kaffi og spjall og var það í raun upphaf uppbyggingar Kerhraunsins.
Tertan var til að halda upp á 20 ára afmælið en þá var fyrst félagið skráð sem félagasamtök hjá RSK og tilvalið að vera bara alltaf að halda upp á eitthvað þá kynumst við fyrr hvort öðru.
Takk fyrir góðan aðalfund