Kerhraun

Nýtt skilti við rafhliðið – deiliskipulag Kerhrauns



Eins og margir hafa tekið eftir þá var var gamla skiltið orðið ansi lúið, sl. haust var það tekið niður og ákveðið að setja upp nýtt en það dróst aðeins á langinn að koma því upp aftur en nú er helmingurinn kominn upp og seinni hlutinn kemur fljótlega.

Margir komu að verkinu og þó aðallega nýji formaðurinn okkar hann Hörður Gunnarsson sem lét prenta dúkinn og Helgi Már Hannesson uppfærði deiliskipulagið. Síðan tók fréttaritari að sér að gera plötuna klára með því að hreinsa af henni gamla dúkinn og hreinsa til að viðloðunin yrði nú fullkomin. Svo tókst fréttaritari og Finnsa að koma dúknum á.

Svo rann uppsetningadagurinn upp og þá var valinn maður í hverri stöðu eins og neðangreindar myndir sýna.

Hörður lét sér detta í hug að þetta gæti verið njósnamyndavél..)))

Hans tók að sér að biðja fyrir því að rússarnir næðu ekki sambandi við okkur.)))

Allt fór vel og upp fór skiltið og nú er sem sé hálfleikur en hvenær sá seinni hefst er ekki alveg ákveðið.