Eins og alltaf þá er eitthvað skemmtilegt að gerast í Kerhrauninu og nú skal greint frá „Golfmóti Kerhraunara“ 2021 en það er svo sannarlega komið til að vera. Ásgeir reið á vaðið og ákvað að tilkynna að mótið yrði haldið í ár og kvatti aðra Kerhraunara til að skár sig enda mikil skemmtun og mikið um keppnisfólk hér á svæðinu.
Einhver hafði orð á því að ef að þessu yrði þá gæti þetta endað sem eitt alsherjar partý og hlakkaði mikið til en skráði sig svooooooo ekki.
Mótið var haldið í Öndverðarnesi og hófst kl.14.00. Keppnisfyrirkomulagið var TEXAS Scramble, samanlögð forgjöf deilt með fimm, þó aldrei hærri en lægri forgjöf.
Kristín/Ásgeir 12
Veðrið var aolavega ekki alveg upp á það besta, sunnan vindur og rigning annað slagið en auðvitað tóku keppendur ekkert eftir því enda keppnisskapið mikið. Mótið gekk vel fyrir sig að mestu en auðvitað kemur alltaf eitthvað upp á eins og myndirnar sýna hér að neðan.
Þessi elska var í fríi á Íslandi og ákvað að taka golfhring en var fljót að komast að því að veðrið var ekki alveg upp á það besta til spilunar og lét sig hverfa og ekki löngu síðar sást til þessar á leið út á völl, ekki byrjar þetta nú vel.
Það skiptust á skyn og skúrir í dag og eins og hjá heimsins bestu golfurum sem lenda í ýmsu þá gerðist það líka hjá okkar fólki
En ef öllu gríni er sleppt þá varð þetta hinn besti dagur fyrir okkar fólk, það verður þó að fylgja með hér að einn spilarinn átti afmæli í dag og fékk þessa fínu afmælistertu. Innilega til hamingju með daginn þinn Þorgeir KERHRAUNSgolfari.
Hér að neðan eru nokkrar myndir sem fréttaritari fékk sendar af Kerhraunsspilurunum og aðstæðum til spilunar.
Allt tók þetta enda og úrslitin lágu fyrir rétt áður en haldið skyldi í sameignlegan „DINNER“ og sigurvegararnir í „Golfmóti Kerhraunara“ 2021 voru afmælisbarnið Þorgeir og Dagný Erla sem fengu til varðveislu í eitt ár farandbikar Kerhraunsins. Óskum við þeim innilega til hamingju með sigurinn.
Það er hægt að fara að láta sig hlakka til næsta árs og við kvetjum alla sem iðka golf í Kerhrauni að æfa stíft og mæta að ári.