.
Senn líður að því að G&T dagurinn verði haldinn og er hann um margt merkilegur því í 10 ár hefur félagið okkar keypt tré af Skógræktinni. Sennilega er afmælisafslátturinn ástæðan fyrir því að hversu mikill fjöldi trjáa var pantaður. Lítur út fyrir að allt að 800 tré verða gróðursett á svæðinu í ár og til framtíðar litið þá verður þess sennilega minnst af afkomendum okkar hversu dugleg við vorum að gróðursetja.
Fljótlega verða sendar út tilkynningar um tilhögun G&T dagsins.
Covid spilar líka stórt hlutverk í þjóðfélaginu og því verður fyrirkomulag G&T dagsins sennilega með öðru sniði en vanalega og meira um fámenna hópa að störfum á svæðinu, það er líka ekki þar með sagt að það þurfi að vera eitthvað leiðinlegt heldur bara pínu öðruvísi.
Í tilefni 10 ára afmælisins ætlar stjórn að leggja fram tillögu sem byggir á því að auka áhuga fyrir skógrækt og ekki síst til að sameina fjölskyldur enn meira enda flest komin í æfingu að vera saman og í beinu framhaldi af því að kanna áhuga ykkar á verkefni sem við höfum kosið að kalla „Fósturreitur“.
Verkefnið er hugsað út frá stærð útivistarsvæðisins en það er um 50 ha og skipulagðir göngustígar (þó ekki allir frágengnir) liggja vítt og breytt um svæðið eins og sést á myndinni hér að neðan og gríðarlega mikið flæmi sem gaman væri að gefa meira líf og ekki síst skjól.
Hugmyndin byggir á samhliða reitum sem liggja meðfram göngustíg og stærð reits yrði 15 mtr x 10 mtr (bogadregin). Lóðarhafi getur óskað eftir því að taka að sér „Fósturreit“ (til umsjónar) og fengi í ár 4-5 stafafurur af innkaupum félagsins til að setja í jaðar reitarins. Reitirnar verða staðsettir á stíg sem ekki hefur verið gróðursett við.
Neðangreind mynd er fantasía um „Bambalund“ en reitirnir verða með sígræn tré á jaðrinum og þegar næsti reitur kemurvið hliðina þá nýtur hann góðs af fyrsta trénu sem er 2 mtr inn á boganum.
Með því að hafa þennan reit til umsjónar gætu ömmur, afar, pabbar, mömmur og börnin gróðursett árlega t.d. fururnar sem umgjörð og eitthvað annað inn í reitnum að eigin smekk. Þetta gæti stuðlað að betri vitun um kolefnisjöfnum sem börn læra um í skólanum og þau fá þarna tækifæri til að gera holu, setja mold, gróðursetja, vökva með fjölskyldunni og enginn sem bannar að fóstrurnar laumi einni og einni plöntu upp á sitt einsdæmi..) og næstu árin fóðrar svo fjölskyldan þessar elskur og ekki síst að geta sagt að þetta er okkar „Fósturreitur“
Þeir sem hafa áhuga á „Fósturreit“ sendi póst á kerhraun@kerhraun.is ekki síðar en á sunnudagskvöld, 17. maí nk
Meðfylgjandi er mynd af „Bambalundi“