Kerhraun

Fyrsti sunnudagur í aðventu er sunnudaguinn 27. nóvember – Fróðleikur

Senn koma jólin en áður að þeim kemur er annað skemmtilegt tímabil sem er aðventan og í ár byrjar hún nk. sunnudag. Það eru margir sem setja upp aðventukrans og því tilvalið að rifja aðeins upp það helsta um aðventuna.

Upphaf aðventu 
Aðventan hefst á 4.sunnudegi fyrir jól. Aðventukransinn á uppruna sinn í Þýskalandi og er tilkominn á seinni öldum. Undanfari hans voru stjakar með fjórum kertum sem tendruð voru eitt af öðru á sunnudögum aðventunnar. Hringurinn er tákn eilífðinnar.

Kertin bætast við eftir því sem myrkur skammdegisins eykst og mynda loks spíral sem af mörgum er kallaður “sólstigans braut “.

 


Litur aðventunnar
Litur aðventunnar er fjólublár, litur iðrunarinnar. Fjólublár er samsettur af bláum lit sem er tákn  trúmennsku og sannleika, svörtum lit sem er litur sorgar og svo rauðum sem er litur kærleikans.

 

Heiti aðventukertanna
Fyrsta kerti aðventukransins heitir Spádómskertið,
annað kertið heitir Betliheimskertið,
þriðja Hirðakertið og fjórða Englakertið.