Kerhraun

Versló 2019 – Brennan

Þá var komið að brennunni sem hófst kl. 21:00 og eins og allir vita þá var Elfar brennustjóri og stóð sig með prýði þó einhvar hafi haft orð á því að hann hefði horfið skyndilega en ekki veit fréttaritarinn neitt um það. Brennan vakti athygli þar sem hún var í stærra lagi miðað við 2 síðustu árin og eina sem þarf að þjálfa upp eru gítarleikarar og smá kór og þá erum við í góðum málum næstu 5 árin.

Þema brennunnar þetta árið var eitthvað úr náttúru Kerhraunsins og það voru margar góðar hugmyndir sem litu kvöldsins ljós sem er gaman þar sem það sýnir að fólk vill leggja eitthvað að mörkum að gera kvöldið skemmtilegt.

Stjórn hafði lagt vinnu í að gera eitthvað smávegis þetta kvöld þar sem gítarinn vantaði og vonandi tókst það þokkalega. Rétt fyrir kl 21:00 fór fólk að streyma að og þá kom fljótt í ljós að úr vanda yrði að ráða þegar til verðlaunaafhendingar kæmi.

En myndirnar munu fara í minningabanka okkar Kerhraunara um ókomin ár það eitt er víst og mun ég reyna að skrifa við þær einhver nöfn þó það verði ekki fullkomið.

Sigurður kom með stæl á brennuna, öskrandi yfir hæðina eins og góðum indíána sæmir
og var með „grasið í skónum“ en samt ekki á eftir mér…(((


Stór hluti af Ásgeirs Karlssonar fjölskyldu hér að ofan, hvar er Stína eða er þetta ný kona, nei joke


Frú formaður Fanný Gunnarsdóttir er eins og engill með þetta á höfði sér


Viðar Guðmundson alltaf jafn sætur

Hrafnhildur blómleg,  hún er kona Sigga indíana…))), bara til að vita hver er hvað


Hans og Tóta, Hans nýorðinn 60 ára


Huldumaðurinn og Þorgeir


Ómar Björnsson, barnabörn og Guðný


Elfar brennustjóri , Lúlli sem hefur áhuga á að stofna „Gítarskóla Kerhraunsins“ og Lovísa


Ég, sem ber ábyrgð á allri þessari vitleysu sem hér fer inn


Humm, hver er nú þetta?


Aha, Helgi maðurinn hennar Úllu og 10 barna faðir


Skólasystir Úllu og dóttir hennar


Hér má sjá fylgdarlið þessarar yndislegu konu í fjólubláu úlpunni en hún sem heitir Fanney


Er VEGAMÁLASTJÓRINN ekki farinn að ræða málin við Sigga indíána, eða er hann bara
farinn að hugsa um að skjóta upp flugeldum


Hjónakornin Lára og Viðar, Lára sá um að spila tónlistina


?


?


?


Stína


Á myndinni má sjá Elfar, Alfreð, Halldór, Svandís og Regína

Þegar hér var komið sögu þá vita allir að fram fór verðlaunaafhending fyrir „MINI Ólympíuleika barna“ 2019


Nú var komið að því að gleðja þá sem voru 18 ára+ og vita hvort þeir peppuðust ekki eitthvað upp
ef þeir fengu að smakka „Rabbabaravín“ sér útbúið af Hans og Gunnu.
Áður en því var dreift hefði verið gott að hafa kexið hennar Úllu það er svo gott með þessum mjöð
en var sem sé ekki í boði og því fylgir uppskrifin bara með

ÚLLU BOLLUR

1 kg hveiti
5 dl vatn,volgt
100 gr smjörliki, mjúkt
100 gr sykur
1 bréf þurrger
1 egg
1/2 teskeið salt

Blanda þurrefni saman.
Bæta við öllu hinu
Láta standa 1/2 – 1 kl.tíma og búa til bollur
Láta standa hálf tíma og baka svo í 15 mín við 200°c


Hér má sjá formanninn leggja blessun sína yfir bláa dallinn sem í var „Rabbabaravínið“


Það hafa streymt inn fyrirspurnir hvernig hægt sé að gera svona góða blöndu sem við þrjú urðum svo glöð af


UPPSKRIFT

1 blár og hvítur plastdallur
1 kg ís
1 lítri REYKA
4 ltr Fanta Exotic
Blanda slurk af öðrum Vodkategundum  eftir smekk
en ekki hætta að smakka fyrr en manni finnst þetta gott


Hafrún, börn og pabbi hennar


Alfreð bendir Regínu og Halldóri á hvar hann sé með lóð, eða þannig  –  Hafrúnu finnst þetta eitthvað skrýtið


Elfar brennustjóri með Svandísi

 Loksins var komið að G&T deginum, Jóni stóð allatf í þeirri trú að
G&T þýddi Gin&Tonic dagurinn
og eins og sjá má þá eru þau í stuði, Harpa, Jón og Sveinn Örvar


Dagný Erla konan hans Þorgeirs og sennilega dóttir ?


Svakalega geta sumir verið sætir og Sveinn Örvar hvað er að gerast með þig?


Þau eru vist ekki hjón en hann er víst voða mikil pempía að nota annarra manna glös…)))) en lét sig hafa það


Ásgeir, Stína, Lúlli, Lovísa Smári og Rut – ÖLL GOLFMEISTARAR


Lára alltaf jafn sæt


Margrét og Maren


Ó je je je – ?


Fanný og pabbi tengdasonar RV


Tengdasonur RV og dóttir


Held ég giski á að þetta sé Anna Valborg


Menn geta líka verið alvarlegir


Gummi og Viðar – Finnsi minn í baksýn


Gréta og tengdasonurinn – amma að stjórnast


Finnsi minn


Steinunn sagðist hafa gleymt að mála sig en mér finnst hún svo sæt svona ómáluð


Er þetta ekki Kristinn Óli Hallson og synir ???


OMG hvað var erfitt að ná mynd af VEGAMÁLASTJÓRANUM – Selfie reynd með þessum árangri


?


Hrafnhildur og Hrefna í hrókasamræðum um hallirnar sínar


Ó já ég skil hallarfrýr mínar góðar


Ómar, Guðný og barnabörn


Steini með hvíta hundinn


Fanney að dansa og Svandís að strjúka

Já sumir eru bara alveg standandi hissa á öllu þessu stússi á brennunni


Nú var komið að verðlaunaafhendingu stjórnar sem hafði ákveðið að gleðja þá eldri líka, það var því vel við hæfi að byrja á því að kalla þau Helga og Úllu upp en eins og allir vita þá stóðu þau sig með sóma á „MINI Ólympíuleikum barna“ og áttu því svo sannarlega verðlaunapening skilið.


Okkur fannst að skemmtileg og frumleg atvik sem gerast hér í Kerhrauninu yrði að verðlauna enda ekki á hverju strái menn sem hugsa í lausnum og í þetta skipti var það Viðar Guðmundsson sem fékk verðlaunapening og viðurkenningarskjal fyrir snjalla hugmynd.

Meðan á þessari athöfn stóð tóks Halli að trufla okkkur gömlu konurnar allverulega og Guðrún varð stjörf eins og sjá má


Skaut hann upp flugeldum öllum til mikillar skemmtunar og á meðan reyndi Gunna að þegja


Takk Hallur minn fyrir þetta SHOW



Hjónakornunum Sigurði og Hrafnhildi voru veitt verðlaun fyrir frumlegasta og náttúrlegasta gerfið – vel gert


Síðan kom upp ansi skondin frásögn, tengdafaðir þessa unga manns upplýsti stjórn að hann hefði verið farinn
að sofa hjá 3ja ára, humm hvað meinar þú sagði formaðurinn, „þetta er alveg satt, þau hittust 3ja ára í sumarbústað við hliðina á okkar
og þá byrjaði  þetta og 13. ára voru þau farin að sofa saman“ sagði tengdapabbinn og ekki lýgur hann.

Verðlaunapeningur strax um hálsinn á drengnum fyrir frábæra náttúru…))))))


Hæ bálið brennur, bjarma á kinnar slær…

Er brennustjórinn týndur???


Síðasti sjens að baka


Þeir feðgar þáðu ekki mjöðinn góða


En það gerði Úlla sem frétti að aðeins væri eftir 1 ltr í plastfötunni og bauðst til að klára
halló, nei nei nei  og gekk ég síðasta hringinn og bauð


Margrét og Maren þáðu smá lögg


Ekki vera svekkt Úlla mín, allt bú


Góður hópur

Nokkrar myndir í lokin af Kerhraunurum og CO og takk fyrir kvöldið



Brenna senn á enda og ekkert annað að gera en að enda kvöldið og láta sig hlakka til ársins 2020

Nú bið ég ykkur kæru Kerhraunarar að senda inn nöfn þeirra sem ég veit ekki og líka að senda myndir
af börnunum sem fengu heimsenda verðlaunapeninga svo hægt sé að láta þær á síðuna


ÓSKILAMUNUR

Stjórn vill þakka öllum þeim sem lögðu á sig að gera þennan dag ógleymanlegan og vonar að þið hafið notið dagsins á sama hátt og við gerðum og muna að við ætlum að hittast „Á sama tíma að ári“ og þá verður vonandi búið að útskrifa einhverja úr Gítarskóla Kerhraunsins

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 
*

 

IMG_8033

IUKL5605

SZTT1448