Það verður að segjast alveg eins og er að það var alveg svakalega gaman að fá skilaboðin frá Úllu að hún vildi taka að sér að endurvekja „MINI Ólympíuleika barna“ og það má með sanni segja að hún og fjölskylda hennar hafi lagt sig 100% fram í þessu verkefni. Ekki má þó gleyma Hörpu Sævarsdóttur sem stóð sig eins og hetja við hlið Úllu og stýrði keppninni að mikilli og góðri skipulagningu og hefði átt að fá verðlaunapening á varðeldinum en fréttaritarinn gleymdi því og biðst afsökunar og mun reyna að koma honum til skila síðar….). Það ber að þakka sérstaklega fyrir þetta framlag þeirra og það sannast enn og aftur að það er gott að eiga góða að.
Fréttaritarinn mætti tímanlega á „Útí móa“ til að fanga það sem þar fór fram og það er öruggt að íþróttamenn framtíðarinnar eru í þessum hópi enda mikið keppnisskap í sumum og ekki síst mömmum, pöbbum, öfum og ömmum þessara barna sem vildu innst inni að ÞEIRRA börn ynnu. Það eru afkomendur sumra sem ættu að skoða vel myndar af þeirra barni eða barnabarni og þá sjá þeir í svip barnsins sigurvilja og nú er um að gera að virkja þessa einstaklinga. Sumir höfðu bara gaman enda er það það sem skiptir máli að gleðjast á degi sem þessum þegar svo margir Kerhraunarar koma saman og fá tækifæri til að hittast og mynda tengsl.
Þetta var auðvitað seinnipartur barnanna og best er að hafa sem fæst orð og láta myndirnar tala sínu máli en þess má geta að á varðeldinum fengu börnin verðlaunapening til minningar og tilgangurinn meða því er að örfa börnin í að gera betur.
Ekkert smá flott kona hún Úlla í þessu dressi
Svona á að gleðjast
Upprennandi Valsarar
Hann langar ekkert smá í nammið….))
Það er spurning hvort „Frú formaður“ ætti ekki að fara að æfa þessa íþrótt
Hér var komið að því að koma hesti á brokk, gefa frá sér hljóð og reka sverð í gegnum hring.
Því miður tókst fréttaritara ekki að koma þessum hljóðum barnannna inn með góðu móti enda spennustigið
hans sjálf í hámarki og hann treystir sér ekki til að gefa nein „comment“ á þessar upptökur.
Þetta verður látið fara í loftið en óskað eftir vídeótökumanni fyrir næsta ár.
Myndbandið hér að neðan er sennilega besti hesturinn í flokki fullorðinna
Nú er þessum „MINI Ólympíuleikum barna“ árið 2019 og ber að þakka öllum sem mættu á „Utí móa“ innilega fyrir skemmtunina og það verður gaman að hittast að ári liðnu með gleði í sinni. ÁFRAM KERHRAUNARAR að gera gott samfélag enn betra.