Kerhraun

G&T dagurinn 2019 – Frábær dagur með frábæru fólki

Dagurinn rann upp bjartur og fagur en hér verður ekki sérstaklega minnst á hitann þó góður hafi hann verið langt fram eftir degi. Byrja þurfti á því sem frá var horfið kvöldið áður og það var að klára að moka holurnar sem „Græna þruman’ var ekki lengi að eftir að hafa komist aftur á fjögur dekk.

Síðan var bjallað í Hall og hann blikkaður og blikki fylgir alltaf einhver fórn, sko fyrir hann en eins og Hallur er þá var hann auðvitað mættur til Harðar og Fannýjar til að keyra flöskutrén á áfangastað og þar tók á móti honum „Frú formaður“

Það er ekki ónýtt fyrir okkar góða félag að eiga svona kraftmikla konu að


Ótrúlega falleg tré og öll eru þau tilkomin út af drykkju okkar


Yndislega fallegt og hugsið ykkur, allt út af dósum og flöskum


Ekki síðra, örugglega bjórdósirnar


Allir þurfa gott að borða og þetta er sko hágæða fóður handa trjánum


Reynt var að hlífa Halli sem er nýkominn úr smá uppherslu..))

Hörður var yfirmaður á plani, þrátt fyrir að hafa tvær sem vilja stjórna..))

Svona að að hlaða CAT gröfu af trjá, nákvæm hleðsla skiptir öllu máli

„Vinirnir við“


Svo voru farin ein ferð með tré


Smá knús


Svo var farin önnur ferð

Félagarnir Hörður og Finnsi voru í móttökunefnd og settu tré við hverja holu, góð þjónusta???


Gunna elskar allar stærðir af gröfum

Svo var þessu puði lokið um hádegi og þá þurfti að drífa sig heim og rífa í sig brauðsneið og síðan þurfti að afhenda sumarblómin og vökva trén frá fyrra ári sem sum höfðu orðið fyrir barðinu á frosti sem kom hér fyrir stuttu. En dásemdin ein voru þessi sumarblóm sem sjá má hér að neðan.

En þá var komið að hinum einna og sanna G&T degi og auðvitað var ekki brugðið út af vananum að hittast við vegamótin hjá Sóley og í þetta skipti mátti sjá allmörg ný andlit sem gladdi okkur gamla Kerhraunara því það er nauðsynlegt að sýna sig og sjá aðra því það gerir gott samfélag enn betra.

Flottur hópur Kerhraunara sem reyndist svo einn af kröftugustu hópum sem mætt hafa í gegnum árin..))
Ekki móðgast því maður verður að segja eins og manni finnst..))

Eftir að skipað hafði verið í flokka héldu allir af stað með allt á hreinu og fyrsta myndasyrpan er frá gróðursetningu Stafafuranna(flöskutrjánna).


Lovísa og Lúlli


Gunnar H og Hörður G


Halldór

Halldór  og Regína

Finnsi minn

Hörður vill hafa öll tré lóðrétt, ég líka..)

Ég vil að keyrt sé á 30km og Hörður líka…)

 Ef allir eru sammála þá er allt gott og smæla framan í heiminn

Alfreð (ræður sér ekki fyrir kæta að hafa fengið að vera með..)))  og Gunnar


Takið eftir hvað Alfreð er áhugasamur, allir eitthvað niðurlútir eða að leita

Kannski eru allir að leita að furunum – við keyptum litlar krakkar


Eða eru allir að bíða eftir moldinni


Flott hjá Fríðu

Vanda skal það sem lengi skal standa

Þessir tveir hafa sko langa reynslu í þessu verki


Þar sem tré eru þar verður alltaf þröngt á þingi.

Þegar hér var komið sá Gunna að einhverjir voru að missa dampinn í öllum þessum hita og freif í því að ná í hressandi drykki, er ég ekki frá því að þeir sem drukkur Sprite og hinir sem drukku nýmjólk úr blikkdós hafi ekki tekið við sér.

Cool stelpur

Fúl (sko ég)

Eftir drykkjarpásuna var drifið í að klára og þetta er útkoman – ekki slæmt

Þá var tiltekt og Hallur skellti sér í gröfuna og tók saman moldarpokana og nú eigum við mold fyrir næsta ár

 

Nú er komið að næsta kafla og það er „Viðhaldið“ okkar hann Viðar eyjapeyi sem allt getur, hann tók að sér að panillklæða Kerbúðina sem opnuð verður með pomp og prakt 15. júní


Viðar og aðstoðarhundur – flottir


Humm, pínu merkilegur eða tekur starfið svona alvarlega


Að framan


Að aftan

Á hlið

Nú er komið að merkilegum kafla sem hefur orðið til þess að við erum að gera það sem við gerðum í dag án þess að kosta miklu til, öðru en því að leggja það á okkur að safna flöskum. Þessi framkvæmt finnst mér æðisleg og gaman að geta sagt barna- eða barnabörnum hvernig við fórum að í gamla daga og meðan þau leika sér í skóginum þá getum við róið á stólnum og minnst gamalla daga.

Í ár eru þessar tvær dömur, flöskudömurnar okkar og þær taka sig vel út þær Fríða og Jenna en þær tóku sko þátt í öllu sem fram fór  í dag

Eru þetta ekki blómarósir Kerhraunsins 2019, þær Lára Emils og Harpa Sævars og fallegar eru þær og blómin líka

Þetta á eftir að prýða í sumar og það voru margir pottar sem sett var í , Fanný hvar eru þeir?

Bí bíar fá líka mynd

En það verður að teljast kraftaverk ef okkur tekst að eyða Lúpínunni, en ég leyfi mér að vitna í orð Elfars þegar hann segir við konuna, „Elskan komdu með að týna upp nokkrar Lúpínur“ og blessuð konan er alveg búin á því eftir þetta því þetta er sko ósanngjarnt að láta eiginkonuna þurfa að þola að skríða um hálft Kerhraunið

Skriðið um alla jörðu

Hún er samt pínu sæt hún fröken Lúpína

 

Það fór eitthvað lítið fyrir myndatöku á hópnum sem sá um að gróðursetja Gráellrið en nú er ekki við mig að sakast…)), ó ó ó ó  nei nei nei.

?

Jón Björgvin er alveg með þetta enda G&T maður

Gréelri

Þó öll verk væru búin þá var auðvitað aðalatrið eftir og það var að fara til Gunna og Sóleyjar í pylsupartý sem eins og svo oft áður hafa tekið að sér að grilla og gefa af sér og fyrir það erum við þakklát. Látum myndirnar tala sínu máli nema að það verður að hafa texta með einni þeirra

 

 

 

Þessari mynd fylgir texti: Það þarf nú ekki að drekka sig alveg á skallann stelpur

 

 

.

Hér verður stoppað því allt sem fram fór eftir þetta veit ég ekkert um en mikið hlakka ég til að hitta ykkur á G&T 2020 og þá skal sko verða gaman.

 

Stjórn vill þakka öllum þeim sem sáu sér fært að mæta og leggja hönd á plóg og bíður spennt eftir næsta degi sem er VERSLÓ