Kerhraun

Undirbúningur fyrir gróðursetningu flöskutrjáa – holugröftur

Eins og svo oft áður hefur komið fram þá tókst okkur Kerhraunurum að safna flöskum sem nægði til þess að kaupa 60 Stafafurur og er það yndislegt að okkur hafi tekist að nurla þessu saman. Ákveðið var að allar fururnar myndu fara við stíginn ekki langt frá flöskugámnum svo þær gætu skýlt gámnum í framtíðinni…)) og verða því „TRÉ 2019“ hægra megin við göngustíginn og gott að vitna í hverja gróðursteningu fyrir sig…))

Finnsi mætti vaskur til leiks á „Grænu þrumunni“ og Hörður og Gunna skoppuðu um móann og bentu til hægri og vinstri hvar holur ættu að vera, vegna aldurs Gunnu þá tók Hörður að sér að hafa tölu á fjölda holna.

Þá allt í einu eins og hendi veifað, hviss, hvass, búmm, fer ekki „Græna þruman“ á felguna og fyrsta sem Herði dettur í hug er „er þetta ekki degi of snemma“…)) en búið var að taka 51 holu svo kvöldið fer í að kanna hvort hægt sé að laga dekkið og restin tekin í fyrramálið.