WOW hvað það var æðisleg tilfinning að klæðningardagur var degi fyrr en áætlað var og 22. maí rann upp svo fagur að það hálfa væri nóg. Borgarverk var mætt um kl 9:00 en þar sem hitabylgja hafði verið deginn áður þá urðu þeir að bíða til kl 10:00 eftir vökvarabílnum því ekki er hægt að leggja á skraufaþurrt undirlag.
Borgarverksmenn fóru í það að taka út verkið og fékk allur 10 stig frá þeim fyrir góðan frágang, ekki amalegt og þeir drengir drifu sig í að gera ristarhliðið klárt og það skemmtilega var að Vegagerðin borgar efnið frá Biskupstungnabraut að ristarhliði.
Hallur var svo búinn að vera að valta síðustu völtunina áður en ballið byrjaði.
Fyrr um morguninn höfðu Hallur og Guðrún tekið stöðufund og í framhaldi var útbúið heimagert skilti þar sem á stóð: Vegaframkvæmdir – Lokað
Rétt áður en klukkan sló 10:00 kom vatnsbíllinn og byrjaði að úða og þá hófst verkið formlega og mikið svakalega gekk þetta hratt hjá þeim Borgarverksmönnum, unun að horfa á. Hörku gaurar og flestir á strandskóm eins og sjá má…))).
En þennan dag lauk stærstu framkvæmd sem ráðist hefur verið í ásamt félögunum í Samlaginu og það má raunar segja að þetta hafi verið langþráður draumar að rætast og Kerhraunar geta verið þakklátir fyrir þessa góðu samstöðu sem náðst hefur á milli þessara félaga og nú er bara að hafa það í huga að við ætlum að láta þennan veg duga um aldur og ævi og því keyrum við um hann með hugann við það að fara vel með hann.
Innlegt þakklæti til allra sem komu að þessu verki ekki síst þeirra sem samþykktu veggjaldið með óskum um ánægjulegt Samlagsveg sumar.