Það þarf ekki að segja neinum frá því að sumarið 2018 hafi verið með þeim leiðilegri, þetta vita allir. Þetta leiðindaveður hefur leitt til þess að ekki hefur verið hægt að framkvæma eins mikið og lagt var upp með á vegum landins og það leiddi til þess að okkur tókst aðeins að fá 7 bíla af fræsing þetta sumarið, það kemur annað sumar og þá er allt annað í boði…)))
Við getum verið þakklát fyrir að hafa náð þessu efni því það tókst að laga og setja aðeins í brekkuna vestast og svo verður að koma í ljós hvort þetta hjálpar þeim sem þarna búa.
Alltaf gaman að eiga myndir af framkvæmdum og við færum þeim sem tóku þátt í þessu verkefni okkar bestu þakkir fyrir að bæta á sig vinnu eftir annars langan vinnudag og ég reyndi að ná einhverjum myndum í ljósaskiptunum.
Þetta er eins og á besta kappleik, allir komnir á línuna og þá er ekkert eftir nema að flauta til leiks
Ójafn leikur því Hallur geystist af stað og pallurinn fór upp í loft
Hlassið þráaðist aðeins við en af fór það enda laginn/klaufskur* ökumaður..)))
*útskýring:
Þegar ég hæli Halli fyrir hversu laginn hann er, segir hann ALLTAF „nei, ég er svo klaufskur
Ari var hálsspældur yfir hraða Halls en allt var þetta í góðu og karlinn æstur að fara að hefla
Brátt skulli þeir á hver af öðrum vörubílarnir og sturtuðu hlössum á þar til valda staði sem Hallur valdi
Eftit að Gunna lenti bak við eitt hlassið og hefilstjórinn var hættur að sjá fyrir myrkri
var ákveðið að slétta lauslega úr og klára næsta dag
Þar sem ekki náðist að mynda Finnsa á „Grænu þrumunni“ þá fylgir ein sumarleg með,
hlutverk Finnsa var að fylla í holur þar sem engir bílar fóru og sturtuðu
Þessi mynd vil ég skýra „BUGAÐUR VEGAMÁLASTJÓRI“
Máninn gerði sitt besta til að lýsa upp svæðið en allt kom fyrir ekki, kl 00:50 keyrði hefilmaðurinn heim.
Enn og aftur takk allir sem komu að þessu verki