Loksins, loksins er komið að því að halda G&T daginn en það hefur mikið gengið á í veðrinu þetta vorið og ekki verið hægt að taka upp tré fyrr en langt var liðið á vorið, svo fór fólk á „eyðslufyllirí“ þegar þeim bauðst Stafafururnar og aldrei hafa tré runnið út á jafn stuttum tíma. Hvað sem því líður þá er sem sé komið að því að setja niður 36 stórar stafafurur rétt hjá „Útí móa“ og svo vorum við svo heppin að ná í 3 bakka af hinum heimsfræga Hrym sem við ætlum að pota niður upp við Seyðishólinn ásamt Gráelri. Af hverju svona mikið, jú það safnaðist svo svo svo mikið af flöskum.
Bakkaplöntum og Gráelrinum ætlum við að reyna að pota niður sunnudaginn 3. júní og ef einhver sér færi á að leggja lið þá er það vel þegið.
G&T dagurinn verður með hefðbundnum hætti, holur, gróðursetja, setja upp trampólín, mála húsgögnin, laga bekki í Gilinu, gefa trjám að borða og ýmislegt sem til fellur.
Ef veður leyfir datt stjórn í hug hvort ekki væri hægt að grilla á sameiginlega svæðinu en það á eftir að koma í ljós hvað veðurguðin vill gera.