Þrátt fyrir að engar sérstakar auglýsingar hafi verið sendar út um formlega dagskrá um varðeldinn þá tók Elfar það að sér að bera hann á bakinu og fuðra upp í honum. Smá skilaboð á fésinu sem birt voru um að planað væri að hittast kl. 20:00 í Gilinu urðu til þess að hópur fólk mætti og úr varð hin mesta skemmtun ekki síst fyrir það að Reynir mætti með kassagítarinn og lagið var tekið.
Eftirfarandi myndir tók fréttaritarinn en fleiri myndir eru á hópnum Kerhraunarar, takk fyrir skemmtilegt kvöld og látum þetta nú ekki gloprast niður og hittumst að ári í Gilinu.
Brennuvargurinn Elfar lét ekki sitt eftir liggja að tendra arinkubbaeldinn
Þessir tveir hafa fengið viðurnefnið „Stigamennirnir“ eftir aðkomu þeirra við gerð göngustígsstigans
Afkomendur Reynis voru stór hluti þess hóps sem mætti og alltaf jafn skemmtilegt að sjá þau
Sjaldgæf sjón „ungur maður með farsíma“
„Hin fjögur fræknu“ og gítarspilarinn
Alltaf jafn glaðlegur vegamálastjórinn og frúin lifir sig inn í sönginn
Ómar stjónarmaður dáist að sinni konu syngja
Reynir, takk fyrir að nenna að spila fyrir okkur
Spurning hvað unga manninum fannst um þetta brölt í okkur en Hörður skeiðar á svæðið
Stína með kynningu á afkomendunum
Sko mína, bara orðin 60 ára…))
Fanneyjar leggur lét sig ekki vanta
Familí 50 mætti á svæðið í fyrsta sinn og ekki það síðasta
Í lok vel heppnaðar helgar þakkar stjórnin öllum þeim sem lögðu leið sína á
barna „Olympíuleikana“ og á arinkubbaeldinn og hlakkar til Verslío 2018