Kerhraun

G&T dagurinn 6. júní 2009

Góður dagur er að kveldi kominn og ekki verður hægt að segja að þessi dagur hafi ekki tekist vel í alla staði, því svo sannarlega var gaman að vera innan um þá KERHRAUNARA sem tóku þátt í að hreinsa og fegra okkar fallega svæði. Ekki skemmdi fyrir að veðurguðirninr voru okkur hliðhollir, sólin skein og enginn vindur.
.

Markmiðið með þessum degi var tvíþætt, hreinsa svæðið og gróðursetja plöntur. Á slaginu kl.11:00 var kominn allstór hópur við vegamótin og hafist var handa við að kemba svæðið í leit að óþarfa hlutum sem síðan var hent í gámana niður við Búrfellsveg.  Takk fyrir tiltektarlið. Það verður að játast hér og nú að sú sem þetta ritar var alls ekki nógu dugleg að mynda tiltektina og biðst velvirðingar á því. Ef einhverjir hafa tekið myndir þá vona ég að sá eða sú sendi mér nokkrar .

Fljótlega eftir að Smári hafði klárað að grafa holurnar var hafist handa við gróðursetninguna og myndirnar hér að neðan tala sínu máli hvernig til tókst. Takk fyrir gróðursetningarlið.

Við lukum svo góðum degi með því að grilla saman og auðvitað vara skálað fyrir Garðari sem splæsti bjór á okkur og honum þökkuð þessu himnasending.

Ég þori að fullyrða að allir fóru til síns heima sælir og glaðir.

 

.
Eru ekki allir í stuði???
.

.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.

Grillið
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.