Við hjónakronin vorum varla lent á klakanum..)) þegar ákvörðun var tekin um að brega sér í stutta ferð í Kerhraunið og auðvitað tók það á móti okkur með fallegu veðri eins og það gerir oftast þó kannski ekki á þessum tíma ársins. Á leiðinni austur sást til Smára og Rutar sem voru á leið í bæinn eða reyndar að skella sér á skíði áður en í bæinn yrði komið.
Mokað var í dag þannig að færð var góð en ruðningar eru sitt hvoru megin vegar þannig að ef vind hreyfir þá sennilega er fljótt að skafa í. Rétt innan við hliðið voru þau Ásgeir og Stína að huga að heimferð eftir smá eftirlitsferð og það hvíldi ró og friður yfir öllu hjá Sóleyju og Gunna, Fanný og Hörður voru á svæðinu en náðust á mynd þegar þau héldu heim á leið við að henda rusli ef einhverjir hafa nógu góða sjón til að sjá bílinn þeirra við ruslagáminn..)
Æ greyið „Græna þruman“ fór ekki í gang
Nú fleiri sáust ekki á ferðini fyrr en komið var í beygjuna til okkar en þá blasti sú sýn við að verið var að draga Steina sem hafði óvart að eigin sögn fest bílinn í heimkeyrslunni en það var enginn annar en „Viðar Vestamannaeyjareddari“ sem þeytti honum út á veg og hafði lítið fyrir því.
Það er skemmt frá því að segja að það gerði strekking um 3 og við lögðum á stað heim hálftíma seinna, það verður að segjast eins og er að við rétt mörðum það út, það hefði skafið all hressilega á þessum stutta tíma.
Neðangreind mynd er tekin í leyfisleysi frá Steinunni en hún tók hana í gær 2, janúar og sést vel hversu fallegt veðrið var helgina 2. og 3. janúar 2016.