Nú er komið að því að fara í vegaframkvæmdir sumarið 2016, byrjað verður á því að keyra í veginn frá enda langa kaflans til vinsti og upp að göngustíg sem liggur inn í Gilið. Keyrðir verða um 400m3 og vegurinn hækkaður verulega á hluta þessa kafla. Vegurinn verður svo valtaður og heflaður og síðar í sumar verður keyrt grátt efra lag á hann og þá á hann að vera tilbúinn í „Bræðing“ ef það verður samþykkt síðar.
Benedikt í Miðengi sér um þetta verk með Hall sem stjórnanda og biðjum við alla Kerhraunara sem eru eða verða á svæðinu næstu 3 daga að sýna aðgát og tillitssemi og aka miðað við aðstæður eins og ALLTAF…))), nei sumir eru ansi oft á of miklum hraða og það eru margir sammála þessu.
Frekari framkvæmdir verða auglýstar síðar þegar ákveðið er hvenær og hvar þær verða framkvæmdar.