Laugardagurinn 19. júní rann upp án þess að vera bjartur og fagur en þrátt fyrir þoku og rigningu þá mættu 4 konur og 1 hundur í gönguna á slaginu 11:00 og gengið var um Kerhraunið í rúma klst. konum til mikillar hressingar enda vissu þær að lokinni göngu biði bóndinn með einhvern glaðning.
Reiknaðist göngukonum til að fjöldinn myndi tvöfaldist á milli ára og því engin ástæða annað en að halda þessum sið og ef ekki kæmu fleiri konur yrði Gunni tekinn með.
Það verður að segjast að á Kvennadeginum getum við átt von á öllu . Þessi fallega brúður ásamt bróður sínum voru á leið í IKEA á brúðarkjóladaginn.